Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2017 16:15 Jihan Sheikh Ahmad, ein af talskonum SDF, skammt frá Raqqa, höfuðvígi ISIS í Sýrlandi. Vísir/AFP Rúmlega þúsund arabískar konur sem taka þátt í bardögum gegn ógnvænlegustu vígamönnum heimsins, þurfa einnig að eiga við fordóma fjölskyldna og samfélagsins. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa gengið til liðs við Syrian Democratic Forces (SDF), bandalag Kúrda og Araba í norðurhluta Sýrlands sem hafa barist gegn Íslamska ríkinu frá 2015, með stuðningi Bandaríkjanna. Blaðamenn AFP ræddu við nokkrar konur sem hafa gengið til liðs við kvennasveitir SDF, en þær kallast YPJ. Þær segja fjölskyldur sínar hafa slitið öllum tengslum við þær vegna þess að þær bera vopn og berjast gegn ISIS-liðum.Sjá einnig: „Þeir óttast raddir okkar“ Hin 21 árs gamla Batul segir fjölskyldu sína líta sig sem uppreisnarmann, en hún hætti að ganga um með slæðu um höfuðið og neitað að biðja fyrir framan föður sinn. „Ég gekk liðs við YPJ til að frelsa heimaland mitt og líka til að frelsa konur úr ánauð,“ segir Batul. Hún segist stolt af ákvörðun sinni. „Við getum ekki lengur verið einangraðar innan fjögurra veggja.“Jákvæð áhrif YPJHevi Dilirin slær á svipaða strengi og segir markmið sitt ekki einungis vera að vera að frelsa konur úr ánauð ISIS. Heldur vilji hún einnig frelsa konur undan ánauð samfélagsins. „Rödd kvenna fæst ekki að heyrast í okkar samfélagi, en þær eiga að hafa sömu réttindi og menn.“ Jihan Sheikh Ahmad, ein af talskonum SDF, segir YPJ-sveitirnar þegar hafa haft jákvæð áhrif á samfélagið. Hún segir sífellt fleiri arabískar konur ganga til liðs við samtökin þegar þau frelsa þorp og héröð undan oki ISIS. Sýrlenskir Kúrdar hafa haldið jafnrétti kynjanna á lofti innan herafla síns og þeim sjálfstæðu stofnunum sem hafa verið stofnaðar. Frá því að átökin hófust í Sýrlandi árið 2011 hafa þeir hvorki gengið til liðs við uppreisnarhópa eða stjórnarherinn og hafa þess í stað einbeitt sér að því að mynda eigið sjálfstjórnarsvæði og að berjast gegn Íslamska ríkinu. Ættbálkar Araba á svæðinu þykja þó mjög íhaldssamir og þykir þeim óeðlilegt að konur taki upp vopn. SDF sækir nú að Raqqa höfuðvígi ISIS í Sýrlandi og vinna samtökin nú að því að loka birgðaleiðum til og frá borgarinnar. Konur taka þátt í baráttunni um borgina. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Rúmlega þúsund arabískar konur sem taka þátt í bardögum gegn ógnvænlegustu vígamönnum heimsins, þurfa einnig að eiga við fordóma fjölskyldna og samfélagsins. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa gengið til liðs við Syrian Democratic Forces (SDF), bandalag Kúrda og Araba í norðurhluta Sýrlands sem hafa barist gegn Íslamska ríkinu frá 2015, með stuðningi Bandaríkjanna. Blaðamenn AFP ræddu við nokkrar konur sem hafa gengið til liðs við kvennasveitir SDF, en þær kallast YPJ. Þær segja fjölskyldur sínar hafa slitið öllum tengslum við þær vegna þess að þær bera vopn og berjast gegn ISIS-liðum.Sjá einnig: „Þeir óttast raddir okkar“ Hin 21 árs gamla Batul segir fjölskyldu sína líta sig sem uppreisnarmann, en hún hætti að ganga um með slæðu um höfuðið og neitað að biðja fyrir framan föður sinn. „Ég gekk liðs við YPJ til að frelsa heimaland mitt og líka til að frelsa konur úr ánauð,“ segir Batul. Hún segist stolt af ákvörðun sinni. „Við getum ekki lengur verið einangraðar innan fjögurra veggja.“Jákvæð áhrif YPJHevi Dilirin slær á svipaða strengi og segir markmið sitt ekki einungis vera að vera að frelsa konur úr ánauð ISIS. Heldur vilji hún einnig frelsa konur undan ánauð samfélagsins. „Rödd kvenna fæst ekki að heyrast í okkar samfélagi, en þær eiga að hafa sömu réttindi og menn.“ Jihan Sheikh Ahmad, ein af talskonum SDF, segir YPJ-sveitirnar þegar hafa haft jákvæð áhrif á samfélagið. Hún segir sífellt fleiri arabískar konur ganga til liðs við samtökin þegar þau frelsa þorp og héröð undan oki ISIS. Sýrlenskir Kúrdar hafa haldið jafnrétti kynjanna á lofti innan herafla síns og þeim sjálfstæðu stofnunum sem hafa verið stofnaðar. Frá því að átökin hófust í Sýrlandi árið 2011 hafa þeir hvorki gengið til liðs við uppreisnarhópa eða stjórnarherinn og hafa þess í stað einbeitt sér að því að mynda eigið sjálfstjórnarsvæði og að berjast gegn Íslamska ríkinu. Ættbálkar Araba á svæðinu þykja þó mjög íhaldssamir og þykir þeim óeðlilegt að konur taki upp vopn. SDF sækir nú að Raqqa höfuðvígi ISIS í Sýrlandi og vinna samtökin nú að því að loka birgðaleiðum til og frá borgarinnar. Konur taka þátt í baráttunni um borgina.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira