Þetta var erfiður dagur fyrir þá íslensku landsliðsmenn sem léku í ensku bikarkeppninni í dag, en lið þeirra duttu öll úr keppni.
Þrátt fyrir að Jóhann Berg og félagar í Burnley hafi komist yfir á 25. mínútu gegn Manchester City, þegar að Ashley Barnes kláraði færi sitt glæsilega eftir hræðileg mistök John Stones, áttu þeir ekki möguleika í topplið ensku úrvalsdeildarinnar.
City tók öll völd á vellinum í seinni hálfleik og gerði argentínumaðurinn knái, Sergio Aguero, útum leikinn með tveim mörkum á tveim mínútum.
City menn létu ekki staðar numið og bættu tveim mörkum við. Leroy Sane og Bernardo Silva voru þar að verki. Lokatölur 4-1.
Ekki gekk betur hjá Herði Björvini og félögum í Bristol City á Vicarage Road, heimavelli Watford. Watford kjöldróg lið Bristol, lokatölur 3-0.
Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar.
Birkir Bjarnason byrjaði inn á í liði Aston Villa, sem tapaði gegn Peterborough á heimavelli, 3-1. Birkir var tekinn útaf á 80 mínútu.
Jón Daði Böðvarsson kom ekki við sögu hjá Reading vegna meiðsla þegar að liðið gerði markalaust jafntefli við Stevenage
Íslendingaliðin öll úr keppni
Magnús Ellert Bjarnason skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn


„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn