Coutinho ferðaðist nú í kvöld til Barcelona þar sem hann fer í læknisskoðun og ætti að skrifa undir samning á næstu dögum.
Er hann skrifar undir verður hann um leið næst dýrasti leikmaðurinn í sögunni á eftir liðsfélaga sínum hjá brasilíska landsliðinu, Neymar.
Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag ferðaðist Coutinho ekki með Liverpool til Dubai enda var stutt í að félögin kæmust að samkomulagi.
Neitaði hann að taka þátt í leik liðsins gegn Everton í enska bikarnum sem Liverpool vann 2-1 á heimavelli.
Talið er að hann verði kynntur til leiks sem leikmaður Barcelona á mánudaginn og gæti fyrsti leikur hasn því verið gegn Celta Vigo á fimmtudaginn næstkomandi í spænska bikarnum.
All the details on @FCBarcelona's new signing, @Phil_Coutinho!
— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 6, 2018
#BeBarçahttps://t.co/Z95VV18J5e
Liverpool Football Club today issued the following statement regarding the future of Philippe Coutinho: https://t.co/MCZf1piCY6 pic.twitter.com/AczMi4oUC1
— Liverpool FC (@LFC) January 6, 2018