Manchester City vann sinn riðil og verður því í efri styrkleikaflokki en hin þrjú ensku liðin, Liverpool, Manchester United og Tottenham, urðu öll í öðru sæti og mæta því liði sem vann sinn riðil.
Það er dregið í Nyon í Sviss og hefst athöfnin klukkan 11.00 að íslenskum tíma.
Það má því búast við því að Manchester City fái mun auðveldari mótherja en hin ensku liðin en City getur aðeins mætt einu af fjórum liðum. Lið frá sama landi geta ekki dregist saman og þá geta liðin sem voru saman í riðli heldur ekki lent saman.
The real, calculated, 2018-19 UEFA Champions League Round of 16 Draw probabilities. #UCL#UCLdraw#ChampionsLeaguepic.twitter.com/BlDrQxTP7j
—(@BayernForumCom) December 13, 2018
Liverpool getur mætt eftirtöldum liðum: Borussia Dortmund, Barcelona, Porto, Bayern München, Real Madrid og Juventus. Mestar líkur á því að mæta Borussia Dortmund eins og sést hér fyrir ofan.
Manchester City getur mætt eftirtöldum liðum: Atlético Madrid, Schalke 04, Ajax og Roma. Mestar líkur á því að mæta Atlético Madrid.
Manchester United getur mætt eftirtöldum liðum: Borussia Dortmund, Barcelona, Porto, Bayern München, Real Madrid og Paris Saint-Germain. Mestar líkur á því að mæta Borussia Dortmund.
Tottenham getur mætt eftirtöldum liðum: Borussia Dortmund, Juventus, Porto, Bayern München, Real Madrid og Paris Saint-Germain. Mestar líkur á því að mæta Borussia Dortmund.
Fyrri leikir sextán liða úrslitanna fara fram 12. til 13. febrúar og 19. til 20. febrúar en þeir síðari verða spilaðir 5. til 6. mars og 12. til 13. mars.
Efri styrkleikaflokkur:
Borussia Dortmund
Barcelona
Paris Saint-Germain
Porto
Bayern München
Manchester City
Real Madrid
Juventus
Neðri styrkleikaflokkur:
Atlético Madrid
Tottenham
Liverpool
Schalke 04
Ajax
Lyon
Roma
Manchester United