Fyrirliði og varafyrirliði Crystal Palace verða báðir frá það sem eftir er af tímabilinu. Þetta staðfesti knattspyrnustjórinn Roy Hodgson eftir leik Palace gegn Southampton í gærkvöld.
Scott Dann og Jason Puncheon meiddust báðir í jafntefli Palace við Manchester City á gamlársdag. Báðir leikmenn meiddust við það að brjóta á Kevin de Bruyne, en hann slapp óskaðaður frá leiknum.
Báðir slitu þeir krossbönd og verða frá það sem eftir er af tímabilinu og mögulega eitthvað inn í næsta tímabil.
„Þeir fara báðir til sérfræðinga og munu líklegast þurfa að fara í aðgerð eftir að bólgan hjaðnar. Þetta eru mjög alvarleg meiðsli,“ sagði Hodgson.
Palace saknaði tvíeykisins þó ekki mjög mikið í gærkvöld þegar liðið bar sigurorð af Southampton 2-1.
Puncheon og Dann slitu báðir krossband
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

„Við viljum meira“
Fótbolti

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



