Ekkert saknæmt við andlát Dante Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 15:28 Dante var tólf ára gamall og búsettur í Falkenberg. Sænska lögreglan telur að hinn 12 ára gamli Dante, sem fannst látinn í vesturhluta landsins á föstudag, hafi drukknað. Lík hans fannst við orkuver í austanverðum Falkenberg eftir um þriggja sólarhringa leit. Hvarf hans var upphaflega rannsakað sem mannrán og þegar lík hans fannst grunaði lögreglu að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Niðurstöður réttarmeinafræðinga, sem sænskir fjölmiðlar greindu frá í dag, benda þó til að svo hafi ekki verið. Dánarorsök Dante var drukknun - hræðilegar slysfarir. Haft er eftir Ulla Brehm, talsmanni lögreglunnar í vestanverðri Svíþjóð, að búið sé að útiloka að nokkuð glæpsamlegt hafi átt sér stað í aðdraganda andlátsins. Sænskir miðlar greina að sama skapi frá því að aðstandendum Dante hafi verið gert viðvart þegar niðurstöður réttarmeinarfræðinganna lágu fyrir.Nærsveitungar Dante hafa minnst hans á torgi í Falkenberg síðustu daga.TTDrengurinn hvarf í heimabæ sínum Falkenberg á vesturströnd Svíþjóðar á þriðjudag. Lýst var eftir honum þegar drengurinn skilað sér ekki heim eftir að hafa farið út að ganga með fjölskylduhundinn. Hundurinn skilaði sér hins vegar einn heim. Blásið var til umfangsmikillar leitar að Dante í kjölfarið þar sem lögregla, herinn, strandgæslan og fjölmargir sjálfboðaliðar, um þrjú þúsund talsins, tóku þátt. Það var svo á föstudag sem tekin var ákvörðun um að minnka vatnsflæðið úr Herting-orkuverinu, með það fyrir augum að auðvelda leitina á árbökkum Ätran. Það bar sorglegan árangur síðdegis þegar leitarmenn gengu fram á lík Dante. Faðir Dante skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hann lýsti hinni miklu sorg sem fylgdi andláti sonar síns. Hann nýtti jafnframt tækifærið og þakkaði þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu við leitina. Gríðarmikill samhugur er sagður hafa gripið heimabæ Dante, sem kveikt hafa á kertum til minningar um drenginn á aðaltorgi bæjarins.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um minningarstundina þar sem rætt var við Íslending sem tók þátt í leitinni að Dante. Norðurlönd Svíþjóð Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið lík drengsins sem leitað var að Lögregla í Svíþjóð telur sig hafa fundið lík Dante, tólf ára drengs með Downs-heilkenni, sem leitað hefur verið að í þrjá sólarhringa. 9. nóvember 2018 16:41 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sænska lögreglan telur að hinn 12 ára gamli Dante, sem fannst látinn í vesturhluta landsins á föstudag, hafi drukknað. Lík hans fannst við orkuver í austanverðum Falkenberg eftir um þriggja sólarhringa leit. Hvarf hans var upphaflega rannsakað sem mannrán og þegar lík hans fannst grunaði lögreglu að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Niðurstöður réttarmeinafræðinga, sem sænskir fjölmiðlar greindu frá í dag, benda þó til að svo hafi ekki verið. Dánarorsök Dante var drukknun - hræðilegar slysfarir. Haft er eftir Ulla Brehm, talsmanni lögreglunnar í vestanverðri Svíþjóð, að búið sé að útiloka að nokkuð glæpsamlegt hafi átt sér stað í aðdraganda andlátsins. Sænskir miðlar greina að sama skapi frá því að aðstandendum Dante hafi verið gert viðvart þegar niðurstöður réttarmeinarfræðinganna lágu fyrir.Nærsveitungar Dante hafa minnst hans á torgi í Falkenberg síðustu daga.TTDrengurinn hvarf í heimabæ sínum Falkenberg á vesturströnd Svíþjóðar á þriðjudag. Lýst var eftir honum þegar drengurinn skilað sér ekki heim eftir að hafa farið út að ganga með fjölskylduhundinn. Hundurinn skilaði sér hins vegar einn heim. Blásið var til umfangsmikillar leitar að Dante í kjölfarið þar sem lögregla, herinn, strandgæslan og fjölmargir sjálfboðaliðar, um þrjú þúsund talsins, tóku þátt. Það var svo á föstudag sem tekin var ákvörðun um að minnka vatnsflæðið úr Herting-orkuverinu, með það fyrir augum að auðvelda leitina á árbökkum Ätran. Það bar sorglegan árangur síðdegis þegar leitarmenn gengu fram á lík Dante. Faðir Dante skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hann lýsti hinni miklu sorg sem fylgdi andláti sonar síns. Hann nýtti jafnframt tækifærið og þakkaði þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu við leitina. Gríðarmikill samhugur er sagður hafa gripið heimabæ Dante, sem kveikt hafa á kertum til minningar um drenginn á aðaltorgi bæjarins.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um minningarstundina þar sem rætt var við Íslending sem tók þátt í leitinni að Dante.
Norðurlönd Svíþjóð Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið lík drengsins sem leitað var að Lögregla í Svíþjóð telur sig hafa fundið lík Dante, tólf ára drengs með Downs-heilkenni, sem leitað hefur verið að í þrjá sólarhringa. 9. nóvember 2018 16:41 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Telja sig hafa fundið lík drengsins sem leitað var að Lögregla í Svíþjóð telur sig hafa fundið lík Dante, tólf ára drengs með Downs-heilkenni, sem leitað hefur verið að í þrjá sólarhringa. 9. nóvember 2018 16:41