Hólmar Örn: Ætlum ekki að mæta og gera okkur að fíflum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. september 2018 11:00 Hólmar Örn í einum af mörgum leikjum sínum með Keflavík. vísir/valli Hinn 37 ára gamli Hólmar Örn Rúnarsson spilar á morgun sinn síðasta leik fyrir Keflavík eftir glæstan feril. Hann fékk ekkert draumatímabil til að kveðja og flestir búast við því að Keflavík fái stóran skell á morgun. Þá sækir Keflavík lið Vals heim sem er á toppi Pepsi-deildarinnar og með níu fingur á bikarnum. Keflavík hefur ekki unnið leik í allt sumar og aðeins skorað tíu mörk í 21 leik. Það er því ekkert skrítið að Valsmönnum sé spáð stórsigri og Íslandsmeistaratitlinum.Líklega síðasti leikurinn „Þetta verður minn síðasti leikur nema ég reimi skóna eitthvað á mig hjá Víði,“ segir Hólmar Örn en hann mun taka við þjálfun 2. deildarliðs Víðis á næstu dögum. „Það er alltaf gaman að spila fótboltaleiki og tilfinningin er ekkert öðruvísi þannig séð þó svo þetta sé lokaleikurinn með Keflavík. Ég get samt viðurkennt að það verður gott þegar þetta tímabil er búið,“ segir Hólmar og hlær við. „Þetta er eins og það er.“ Umræðan fyrir leik Vals og Keflavíkur snýst meira og minna um hversu stóran sigur Valur muni vinna og hversu mörg mörk Patrick Pedersen skori. Hvernig er að hlusta á svona í aðdraganda leiksins?Þarf ekkert að peppa okkur upp „Það þarf ekkert aukalega til að peppa okkur upp og það verður örugglega gaman að spila leikinn fyrir framan fullan völl. Við erum með fullt af ungum strákum sem vilja sanna sig og við ætlum ekki að mæta og gera okkur að fíflum,“ segir Hólmar Örn og bætir við að hann sé lítið að fylgjast með umræðunni. Það er viljandi gert. „Þegar gengur svona þá kúpla ég mig bara frá fjölmiðlunum. Ég hef ekki horft á nema 2-3 þætti af Pepsimörkunum. Ég hef því ekki orðið mikið var við neikvæða umræðu.“ Leikur Vals og Keflavíkur verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 á morgun. Lokaumferð Pepsi-deildarinnar verður svo gerð upp í löngum þætti af Pepsimörkunum sem hefst klukkan 19.15. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Hólmar Örn Rúnarsson spilar á morgun sinn síðasta leik fyrir Keflavík eftir glæstan feril. Hann fékk ekkert draumatímabil til að kveðja og flestir búast við því að Keflavík fái stóran skell á morgun. Þá sækir Keflavík lið Vals heim sem er á toppi Pepsi-deildarinnar og með níu fingur á bikarnum. Keflavík hefur ekki unnið leik í allt sumar og aðeins skorað tíu mörk í 21 leik. Það er því ekkert skrítið að Valsmönnum sé spáð stórsigri og Íslandsmeistaratitlinum.Líklega síðasti leikurinn „Þetta verður minn síðasti leikur nema ég reimi skóna eitthvað á mig hjá Víði,“ segir Hólmar Örn en hann mun taka við þjálfun 2. deildarliðs Víðis á næstu dögum. „Það er alltaf gaman að spila fótboltaleiki og tilfinningin er ekkert öðruvísi þannig séð þó svo þetta sé lokaleikurinn með Keflavík. Ég get samt viðurkennt að það verður gott þegar þetta tímabil er búið,“ segir Hólmar og hlær við. „Þetta er eins og það er.“ Umræðan fyrir leik Vals og Keflavíkur snýst meira og minna um hversu stóran sigur Valur muni vinna og hversu mörg mörk Patrick Pedersen skori. Hvernig er að hlusta á svona í aðdraganda leiksins?Þarf ekkert að peppa okkur upp „Það þarf ekkert aukalega til að peppa okkur upp og það verður örugglega gaman að spila leikinn fyrir framan fullan völl. Við erum með fullt af ungum strákum sem vilja sanna sig og við ætlum ekki að mæta og gera okkur að fíflum,“ segir Hólmar Örn og bætir við að hann sé lítið að fylgjast með umræðunni. Það er viljandi gert. „Þegar gengur svona þá kúpla ég mig bara frá fjölmiðlunum. Ég hef ekki horft á nema 2-3 þætti af Pepsimörkunum. Ég hef því ekki orðið mikið var við neikvæða umræðu.“ Leikur Vals og Keflavíkur verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 á morgun. Lokaumferð Pepsi-deildarinnar verður svo gerð upp í löngum þætti af Pepsimörkunum sem hefst klukkan 19.15.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira