Franskur maður fær þriðja andlitið Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 21. apríl 2018 21:12 Laurent Lantieri, til vinstri, sérhæfir sig í húðágræðslum. Til hægri má sjá myndir af sjúklingnum og andlitunum þremur. Vísir / AFP Frakkinn Jérôme Hamon hefur undirgengist andlitságræðslu í annað skiptið á ævinni. Er hann þar með fyrsta manneskjan til að hafa undirgengist aðgerðina tvisvar sinnum. Hamon þjáist af alvarlegum arfgengum sjúkdómi sem veldur æxlisvexti í andliti. Hamon gekkst undir fyrri aðgerðina árið 2010 en fyrir hana var hann orðinn hræðilega afmyndaður í andliti. Eftir aðgerðina þurfti hann svo að taka lyf sem komu í veg fyrir að líkaminn hafnaði andlitinu. Árið 2015 fékk hann kvef sem hann tók sýklalyf við. Lyfin höfðu þau leiðinlegu áhrif að þau lyf sem Hamon var að taka vegna ágræðslunnar misstu virkni sína og byrjaði líkaminn í kjölfarið að hafna ágræðslunni. Í nóvember á síðasta ári var ástandið orðið gífurlega slæmt. Drep var komið í húðina og þurfti að taka andlitið af Hamon. Hann þurfti í kjölfarið að búa á spítala andlitslaus uns hann gæti aftur gengist undir andlitságræðslu. Meðan að á biðinni stóð gat Hamon hvorki talað, heyrt né séð. Að lokum barst þó andlit sem hægt var að græða á Hamon en aðgerðin tókst vel. Sjúklingurinn er sjálfur hæstánægður með niðurstöðuna. „Ég er 43 ára og gjafinn var 22 ára svo að ég er orðinn 22 ára aftur,“ sagði Jérôme Hamon í viðtali við franska sjónvarpsstöð.BBC greinir frá. Erlent Tengdar fréttir Fyrsta andlitságræðsla sögunnar framkvæmd í Frakklandi Læknar í Frakklandi hafa gert fyrstu andlitságræðslu sögunnar. Aðgerðin heppnaðist vel að sögn lækna en hennar var þörf eftir að hundur konunnar beit hana í andlitið þegar hann reyndi að vekja hana eftir að hún reyndi að svipta sig lífi. 2. desember 2005 20:45 Kínverji fékk nýtt andlit Önnur andlitságræðsla sögunnar fór fram í Kína í gær. Aðgerðin, sem tók meira en hálfan sólarhring, heppnaðist með ágætum. Aðgerðin er sú fyrsta sinnar tegundar í Kína. 15. apríl 2006 18:00 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Frakkinn Jérôme Hamon hefur undirgengist andlitságræðslu í annað skiptið á ævinni. Er hann þar með fyrsta manneskjan til að hafa undirgengist aðgerðina tvisvar sinnum. Hamon þjáist af alvarlegum arfgengum sjúkdómi sem veldur æxlisvexti í andliti. Hamon gekkst undir fyrri aðgerðina árið 2010 en fyrir hana var hann orðinn hræðilega afmyndaður í andliti. Eftir aðgerðina þurfti hann svo að taka lyf sem komu í veg fyrir að líkaminn hafnaði andlitinu. Árið 2015 fékk hann kvef sem hann tók sýklalyf við. Lyfin höfðu þau leiðinlegu áhrif að þau lyf sem Hamon var að taka vegna ágræðslunnar misstu virkni sína og byrjaði líkaminn í kjölfarið að hafna ágræðslunni. Í nóvember á síðasta ári var ástandið orðið gífurlega slæmt. Drep var komið í húðina og þurfti að taka andlitið af Hamon. Hann þurfti í kjölfarið að búa á spítala andlitslaus uns hann gæti aftur gengist undir andlitságræðslu. Meðan að á biðinni stóð gat Hamon hvorki talað, heyrt né séð. Að lokum barst þó andlit sem hægt var að græða á Hamon en aðgerðin tókst vel. Sjúklingurinn er sjálfur hæstánægður með niðurstöðuna. „Ég er 43 ára og gjafinn var 22 ára svo að ég er orðinn 22 ára aftur,“ sagði Jérôme Hamon í viðtali við franska sjónvarpsstöð.BBC greinir frá.
Erlent Tengdar fréttir Fyrsta andlitságræðsla sögunnar framkvæmd í Frakklandi Læknar í Frakklandi hafa gert fyrstu andlitságræðslu sögunnar. Aðgerðin heppnaðist vel að sögn lækna en hennar var þörf eftir að hundur konunnar beit hana í andlitið þegar hann reyndi að vekja hana eftir að hún reyndi að svipta sig lífi. 2. desember 2005 20:45 Kínverji fékk nýtt andlit Önnur andlitságræðsla sögunnar fór fram í Kína í gær. Aðgerðin, sem tók meira en hálfan sólarhring, heppnaðist með ágætum. Aðgerðin er sú fyrsta sinnar tegundar í Kína. 15. apríl 2006 18:00 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Fyrsta andlitságræðsla sögunnar framkvæmd í Frakklandi Læknar í Frakklandi hafa gert fyrstu andlitságræðslu sögunnar. Aðgerðin heppnaðist vel að sögn lækna en hennar var þörf eftir að hundur konunnar beit hana í andlitið þegar hann reyndi að vekja hana eftir að hún reyndi að svipta sig lífi. 2. desember 2005 20:45
Kínverji fékk nýtt andlit Önnur andlitságræðsla sögunnar fór fram í Kína í gær. Aðgerðin, sem tók meira en hálfan sólarhring, heppnaðist með ágætum. Aðgerðin er sú fyrsta sinnar tegundar í Kína. 15. apríl 2006 18:00
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð