Lagt til að lengja kjörtímabil formanns KSÍ en takmarka valdatímann Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. janúar 2018 14:45 Guðni Bergsson er formaður KSÍ og verður það næsta árið að minnsta kosti. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands mun leggja til lagabreytingu á ársþingi sambandsins sem fram fer 10. febrúar sem snýr að kjörtímabili formanns KSÍ og heildartíma hans á valdastól sem og annarra stjórnarmanna. Fram kemur í fundargerð stjórnar KSÍ frá 9. janúar að Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hafi gert „litlar efnislegar athugasemdir“ við vinnu starfshóps Knattspyrnusambandsins í málinu en Gísli Gíslason, stjórnarmaður KSÍ og formaður Laga- og leikreglunefndar, kynnti erindið á stjórnarfundinum fyrr í mánuðinum. Ekki kemur fram í fundargerðinni hvernig nýja reglubreytingin er en Gísli svaraði því þegar að Vísir heyrði í honum í dag.Ekki meira en tólf ár í einu „Tillagan er þannig að formaður sitji í þrjú ár í stað tveggja en hann hafi aðeins kjörgengi í tólf ár í einu,“ segir Gísli en eftir tólf ár verður formaðurinn að taka sér pásu. Hann getur þó boðið sig aftur fram seinna og setið önnur tólf ár. Einnig er tillaga um breytingu á kjörtíma stjórnarmanna en þeir eru áfram kjörnir til tveggja ára en geta aðeins setið sex kjörtímabil áður en þeir verða að víkja. Glænýr formaður og stjórnarmaður geta því setið saman í tólf ár, til að einfalda hlutina. „Þetta er þróun sem er að verða algeng í Alþjóðasamtökum fótboltans. Það er verið að takmarka setu manna í stjórnum og þannig tryggja að það verði ákveðin endurnýjun,“ segir Gísli, en af hverju að lengja valdatímabil formanns KSÍ? „Hugsunin var bara sú að þá væri meiri samfella í því sem formaður væri að gera. Þetta væri einfaldlega skynsamlegra því þá hefði sitjandi formaður meiri tíma til að fylgja sínum málum eftir.“Kosið að ári Félögunum í landinu og samtökunum Íslenskum toppfótbolta verður ekki komið á óvart með þessum lagabreytingum því samþykkt var á stjórnarfundi KSÍ að senda tillögurnar strax þeirra. Starfshópurinn sem vann að þeim óskaði einnig eftir ábendingum frá aðildarfélögum KSÍ um málið. Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ í fyrra og þarf því ekki að hafa áhyggjur af starfinu á ársþinginu á Hilton í febrúar. Þessi breyting gildir ekki um sitjandi formann og stjórnarmenn sem voru kosnir eftir gömlu lögunum þannig kosið verður um nýjan formann á ársþinginu 2019 og mun sá hinn sami sitja í þrjú ár í senn, en þó ekki lengur en tólf ár í einum rykk, verði breytingarnar samþykktar. Íslenski boltinn Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands mun leggja til lagabreytingu á ársþingi sambandsins sem fram fer 10. febrúar sem snýr að kjörtímabili formanns KSÍ og heildartíma hans á valdastól sem og annarra stjórnarmanna. Fram kemur í fundargerð stjórnar KSÍ frá 9. janúar að Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hafi gert „litlar efnislegar athugasemdir“ við vinnu starfshóps Knattspyrnusambandsins í málinu en Gísli Gíslason, stjórnarmaður KSÍ og formaður Laga- og leikreglunefndar, kynnti erindið á stjórnarfundinum fyrr í mánuðinum. Ekki kemur fram í fundargerðinni hvernig nýja reglubreytingin er en Gísli svaraði því þegar að Vísir heyrði í honum í dag.Ekki meira en tólf ár í einu „Tillagan er þannig að formaður sitji í þrjú ár í stað tveggja en hann hafi aðeins kjörgengi í tólf ár í einu,“ segir Gísli en eftir tólf ár verður formaðurinn að taka sér pásu. Hann getur þó boðið sig aftur fram seinna og setið önnur tólf ár. Einnig er tillaga um breytingu á kjörtíma stjórnarmanna en þeir eru áfram kjörnir til tveggja ára en geta aðeins setið sex kjörtímabil áður en þeir verða að víkja. Glænýr formaður og stjórnarmaður geta því setið saman í tólf ár, til að einfalda hlutina. „Þetta er þróun sem er að verða algeng í Alþjóðasamtökum fótboltans. Það er verið að takmarka setu manna í stjórnum og þannig tryggja að það verði ákveðin endurnýjun,“ segir Gísli, en af hverju að lengja valdatímabil formanns KSÍ? „Hugsunin var bara sú að þá væri meiri samfella í því sem formaður væri að gera. Þetta væri einfaldlega skynsamlegra því þá hefði sitjandi formaður meiri tíma til að fylgja sínum málum eftir.“Kosið að ári Félögunum í landinu og samtökunum Íslenskum toppfótbolta verður ekki komið á óvart með þessum lagabreytingum því samþykkt var á stjórnarfundi KSÍ að senda tillögurnar strax þeirra. Starfshópurinn sem vann að þeim óskaði einnig eftir ábendingum frá aðildarfélögum KSÍ um málið. Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ í fyrra og þarf því ekki að hafa áhyggjur af starfinu á ársþinginu á Hilton í febrúar. Þessi breyting gildir ekki um sitjandi formann og stjórnarmenn sem voru kosnir eftir gömlu lögunum þannig kosið verður um nýjan formann á ársþinginu 2019 og mun sá hinn sami sitja í þrjú ár í senn, en þó ekki lengur en tólf ár í einum rykk, verði breytingarnar samþykktar.
Íslenski boltinn Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira