Enski sóknarmaðurinn Daniel Sturridge er á förum frá Liverpool en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur gefið Sturridge leyfi til að ræða við önnur félög.
Vitað er af áhuga frá Inter Milan og Sevilla en samkvæmt nýjustu fréttum frá Englandi vill Sturridge fara til Sevilla sem situr um þessar mundir í sjötta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.
Liverpool hefur sett 35 milljón punda verðmiða á Sturridge en þessi 28 ára gamli framherji gekk til liðs við Liverpool í ársbyrjun 2013 fyrir 12 milljónir punda.
Hann var um tíma aðalmaðurinn í sóknarleik Liverpool en hefur ekki fengið mörg tækifæri að undanförnu.
Sturridge vill fara til Sevilla
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn





Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti


