Ráðgjafi Trump hættir eftir frásagnir fyrrverandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 05:23 Rob Porter sést hér ræða við forsetann á göngum Hvíta hússins. Vísir/Getty Einn af helstu ráðgjöfum Bandaríkjaforsetans Donald Trump hefur verið gert að segja upp störfum eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur ráðgjafans sökuðu hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Ráðgjafinn, Rob Porter, þvertekur fyrir frásagnir kvennanna og segir þær „svívirðilegar og einfaldlega uppspuni,“ eins og hann orðaði það þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Ásakanirnar komu fyrst fram í Daily Mail og birtust þar meðal annars myndir af áverkum kvennanna. Myndirnar hér að neðan eru af fyrri eiginkonu Porter, Colbie Holderness, sem segir fyrrverandi eiginmann sinn hafa veitt sér glóðaraugað sem sjá má á vinstri myndinni.Colbie Holderness segir fyrrverandi eiginmann sinn hafa ítrekað ráðist á sig.Colbie HoldernessHann hafi jafnframt beitt hann miklu andlegu ofbeldi og reglulega hreytt í hana margvíslegum fúkyrðum. Þá segir hún hann einnig hafa sparkað í sig í brúðkaupsferðinni þeirra um Kanaríeyjar árið 2003. Tveimur árum síðar kýldi hann svo Holderness í andlitið í Flórens á Ítalíu. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar en ljóst er að starf Porters verður ekki auðfyllt. Greinandi breska ríkisútvarpsins segir hann hafa verið einn af nánustu samstarfsmönnum forsetans og haldið röð og reglu á pappírsflóðinu sem fer um skrifborð Trumps á hverjum degi. Þá aðstoðaði hann jafnframt forsetann við að fylgja þeim fjölmörgu siða- og samskiptareglum sem um embættið gilda. Þannig er hann til að mynda sagður hafa staðið í augnsýn forsetans við fjölda viðburða og bent honum á hvert hann ætti að ganga og hvenær væri komið að því að taka í hendur og skrifa undir. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Einn af helstu ráðgjöfum Bandaríkjaforsetans Donald Trump hefur verið gert að segja upp störfum eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur ráðgjafans sökuðu hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Ráðgjafinn, Rob Porter, þvertekur fyrir frásagnir kvennanna og segir þær „svívirðilegar og einfaldlega uppspuni,“ eins og hann orðaði það þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Ásakanirnar komu fyrst fram í Daily Mail og birtust þar meðal annars myndir af áverkum kvennanna. Myndirnar hér að neðan eru af fyrri eiginkonu Porter, Colbie Holderness, sem segir fyrrverandi eiginmann sinn hafa veitt sér glóðaraugað sem sjá má á vinstri myndinni.Colbie Holderness segir fyrrverandi eiginmann sinn hafa ítrekað ráðist á sig.Colbie HoldernessHann hafi jafnframt beitt hann miklu andlegu ofbeldi og reglulega hreytt í hana margvíslegum fúkyrðum. Þá segir hún hann einnig hafa sparkað í sig í brúðkaupsferðinni þeirra um Kanaríeyjar árið 2003. Tveimur árum síðar kýldi hann svo Holderness í andlitið í Flórens á Ítalíu. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar en ljóst er að starf Porters verður ekki auðfyllt. Greinandi breska ríkisútvarpsins segir hann hafa verið einn af nánustu samstarfsmönnum forsetans og haldið röð og reglu á pappírsflóðinu sem fer um skrifborð Trumps á hverjum degi. Þá aðstoðaði hann jafnframt forsetann við að fylgja þeim fjölmörgu siða- og samskiptareglum sem um embættið gilda. Þannig er hann til að mynda sagður hafa staðið í augnsýn forsetans við fjölda viðburða og bent honum á hvert hann ætti að ganga og hvenær væri komið að því að taka í hendur og skrifa undir.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira