Bandaríkjaforseti stærir sig af því að hafa „skáldað“ upplýsingar við Trudeau Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2018 10:13 Trump kom við á fjáröflunarviðburði í Missouri í gær og gagnrýndi þar helstu bandalagsþjóðir Bandaríkjamanna harðlega. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti montaði sig af því að hafa „búið til“ fullyrðingar um meintan viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kanada á fundi með Justin Trudeau, forsætisráðherra nágrannalandsins, á fjáröflunarviðburði í Missouri í gær.Washington Post segir að Trump hafi í ræðu stært sig af því að hafa fullyrt við Trudeau að það hallaði á Bandaríkin í vöruskiptum við Kanada án þess að hann hefði í raun hugmynd um hvort að það væri rétt. Hann hafi einnig hermt eftir Trudeau. Í frásögn Trump hafi Trudeau staðið fastur á því að enginn vöruskiptahalli væri til staðar fyrir Bandaríkin á fundinum. „Ég sagði: „Rangt, Justin, þið hafið hann“. Ég vissi það ekki einu sinni...ég hafði enga hugmynd. Ég sagði bara: „Þú hefur rangt fyrir þér“. Vitið þið af hverju? Vegna þess að við erum svo heimsk...og ég hélt að þeir væru snjallir,“ heyrist Trump segja á upptöku sem blaðið hefur undir höndum. Trump lét þó ekki staðar numið þar. Þannig fullyrti hann í ræðunni í gær að hann hefði sent aðstoðarmann sinn út af fundinum með Trudeau til að komast að raun um hvort að vöruskiptahallinn væri raunverulegur eða ekki. Í ljós hafi komið að hann sjálfur hefði haft á réttu að standa. „„Jæja, herra, þú hefur reyndar rétt fyrir þér. Við erum ekki með neinn vöruskiptahalla en það nær ekki til orku og timburs. Þegar þú tekur það með töpum við 17 milljörðum dollara á ári.“ Þetta er ótrúlegt,“ sagði Trump við fjárhagslega stuðningsmenn sína. Yfirlýsingar Trump stangast hins vegar á við gögn hans eigin ríkisstjórnar. Þannig segir skrifstofa viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna að afgangur sé af viðskiptum við Kanada. Kanadíski blaðamaðurinn Daniel Dale frá Toronto Star bendir ennfremur á að þegar aðeins sé litið til viðskipta með vörur hafi hallað á Bandaríkin um 17 milljarða dollara í fyrra. Afgangur sé hins vegar af viðskiptunum fyrir Bandaríkin þegar þjónusta er tekin með í reikninginn.He's not right. $17 billion was last year's deficit in trade in goods: with services trade included, the net trade balance is a surplus, as his own economic advisers officially note. The repeat claim about Trudeau excluding energy and timber is fiction. https://t.co/VPnJHtuc4m— Daniel Dale (@ddale8) March 15, 2018 Bölsótaðist út í meint „keilukúlupróf“ Japana Í ræðunni gagnrýndi Trump nokkrar helstu bandalagsþjóðir Bandaríkjamanna harðlega og sakaði þær um að hafa notfært sér Bandaríkin í áraraðir. Virtist hann hóta því að draga herlið Bandaríkjanna frá Suður-Kóreu ef stjórnvöld þar fallast ekki á breytingar á viðskiptasambandi landanna. „Bandamenn okkar hugsa um sjálfa sig. Þeim er alveg sama um okkur,“ staðhæfði Trump. Þá sakaði Trump Japani um að beita bellibrögðum til að koma í veg fyrir aðgang bandarískra bílaframleiðenda að markaðinum. Bölsótaðist hann á torræðan hátt út í þessar meintu aðferðir Japana. „Þetta er keilukúluprófið. Þeir fara með keilukúlu upp í sex metra hæð og láta hana detta ofan á húdd bílsins. Ef það kemur beygla í húddið, þá uppfylla þeir ekki skilyrði. Þetta er hræðilegt,“ sagði Trump. Washington Post segir ekki ljóst um hvað forsetinn var að tala. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins. 8. mars 2018 14:44 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. 3. mars 2018 22:14 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti montaði sig af því að hafa „búið til“ fullyrðingar um meintan viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kanada á fundi með Justin Trudeau, forsætisráðherra nágrannalandsins, á fjáröflunarviðburði í Missouri í gær.Washington Post segir að Trump hafi í ræðu stært sig af því að hafa fullyrt við Trudeau að það hallaði á Bandaríkin í vöruskiptum við Kanada án þess að hann hefði í raun hugmynd um hvort að það væri rétt. Hann hafi einnig hermt eftir Trudeau. Í frásögn Trump hafi Trudeau staðið fastur á því að enginn vöruskiptahalli væri til staðar fyrir Bandaríkin á fundinum. „Ég sagði: „Rangt, Justin, þið hafið hann“. Ég vissi það ekki einu sinni...ég hafði enga hugmynd. Ég sagði bara: „Þú hefur rangt fyrir þér“. Vitið þið af hverju? Vegna þess að við erum svo heimsk...og ég hélt að þeir væru snjallir,“ heyrist Trump segja á upptöku sem blaðið hefur undir höndum. Trump lét þó ekki staðar numið þar. Þannig fullyrti hann í ræðunni í gær að hann hefði sent aðstoðarmann sinn út af fundinum með Trudeau til að komast að raun um hvort að vöruskiptahallinn væri raunverulegur eða ekki. Í ljós hafi komið að hann sjálfur hefði haft á réttu að standa. „„Jæja, herra, þú hefur reyndar rétt fyrir þér. Við erum ekki með neinn vöruskiptahalla en það nær ekki til orku og timburs. Þegar þú tekur það með töpum við 17 milljörðum dollara á ári.“ Þetta er ótrúlegt,“ sagði Trump við fjárhagslega stuðningsmenn sína. Yfirlýsingar Trump stangast hins vegar á við gögn hans eigin ríkisstjórnar. Þannig segir skrifstofa viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna að afgangur sé af viðskiptum við Kanada. Kanadíski blaðamaðurinn Daniel Dale frá Toronto Star bendir ennfremur á að þegar aðeins sé litið til viðskipta með vörur hafi hallað á Bandaríkin um 17 milljarða dollara í fyrra. Afgangur sé hins vegar af viðskiptunum fyrir Bandaríkin þegar þjónusta er tekin með í reikninginn.He's not right. $17 billion was last year's deficit in trade in goods: with services trade included, the net trade balance is a surplus, as his own economic advisers officially note. The repeat claim about Trudeau excluding energy and timber is fiction. https://t.co/VPnJHtuc4m— Daniel Dale (@ddale8) March 15, 2018 Bölsótaðist út í meint „keilukúlupróf“ Japana Í ræðunni gagnrýndi Trump nokkrar helstu bandalagsþjóðir Bandaríkjamanna harðlega og sakaði þær um að hafa notfært sér Bandaríkin í áraraðir. Virtist hann hóta því að draga herlið Bandaríkjanna frá Suður-Kóreu ef stjórnvöld þar fallast ekki á breytingar á viðskiptasambandi landanna. „Bandamenn okkar hugsa um sjálfa sig. Þeim er alveg sama um okkur,“ staðhæfði Trump. Þá sakaði Trump Japani um að beita bellibrögðum til að koma í veg fyrir aðgang bandarískra bílaframleiðenda að markaðinum. Bölsótaðist hann á torræðan hátt út í þessar meintu aðferðir Japana. „Þetta er keilukúluprófið. Þeir fara með keilukúlu upp í sex metra hæð og láta hana detta ofan á húdd bílsins. Ef það kemur beygla í húddið, þá uppfylla þeir ekki skilyrði. Þetta er hræðilegt,“ sagði Trump. Washington Post segir ekki ljóst um hvað forsetinn var að tala.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins. 8. mars 2018 14:44 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. 3. mars 2018 22:14 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins. 8. mars 2018 14:44
Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51
Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. 3. mars 2018 22:14
ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58