Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2018 23:44 Bill Cosby er gefið að sök að hafa byrlað konu ólyfjan á heimili hans árið 2004. Vísir/Getty Dómari tilkynnti í dag að fimm konur muni bera vitni í réttarhöldum yfir Bill Cosby sem hefjast 2. apríl næstkomandi. Þar á leikarinn yfir höfði sér ásakanir um að hafa brotið kynferðislega á fyrrverandi starfsmanni Temple-háskólans í Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna. Sakar konan Cosby um að hafa byrlað henni ólyfjan og nauðgað henni á heimili Cosby í Philadelphiu árið 2004. Dómarinn sagði að saksóknarar fengju leyfi til að kalla til fimm konur sem vitni við réttarhöldin. Saksóknararnir höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. Á vef Vulture kemur fram að ekki liggi fyrir hvaða konur muni bera vitni.Verjendur Cosby höfðu farið fram á við dómarann að hann myndi vísa málinu frá. Þegar það gekk ekki brugðu verjendurnir á það ráð að mótmæla þeirri beiðni saksóknara að kalla til vitnis aðrar konur sem höfðu sakað Cosby um kynferðisbrot. Báru verjendurnir því við að mál þeirra kvenna væru fyrnd og hefðu því ekkert erindi í þessu máli. Þetta eru önnur réttarhöldin yfir Cosby vegna ásakana um kynferðisbrot gegn konum. Í fyrra var réttað í máli gegn honum sem lauk eftir að kviðdómurinn komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu og var sendur á brott. Fyrirsætan fyrrverandi Janice Dickinson er á meðal þeirra fjölda kvenna sem hafa sakað Cosby um kynferðisbrot. Hún hefur höfðað meiðyrðamál á hendur Cosby eftir að leikarinn hafði kallað hana lygara.Dickinson sakaði Cosby um að hafa byrlað henni ólyfjan og nauðgað henni árið 1982. Cosby og lögmenn hans sökuðu hana um lygar eftir að hún hafði stigið fram með þessar ásakanir. Dickinson höfðaði meiðyrðamál gegn Cosby og fór fram á við dómstól í Kaliforníu-ríki að hún mætti leggja fram tilkynningu frá Cosby og lögmönnum hans, þar sem hún var kölluð lygari, máli sínu til sönnunar. Dómurinn féllst á þá beiðni en Cosby áfrýjaði þeirri ákvörðun til hæstaréttar í Kaliforníu-ríki. Hæstirétturinn vísaði áfrýjun Cosby frá í dag og fær því Dickinson að leggja þessi gögn fram. Bill Cosby Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Dómari tilkynnti í dag að fimm konur muni bera vitni í réttarhöldum yfir Bill Cosby sem hefjast 2. apríl næstkomandi. Þar á leikarinn yfir höfði sér ásakanir um að hafa brotið kynferðislega á fyrrverandi starfsmanni Temple-háskólans í Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna. Sakar konan Cosby um að hafa byrlað henni ólyfjan og nauðgað henni á heimili Cosby í Philadelphiu árið 2004. Dómarinn sagði að saksóknarar fengju leyfi til að kalla til fimm konur sem vitni við réttarhöldin. Saksóknararnir höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. Á vef Vulture kemur fram að ekki liggi fyrir hvaða konur muni bera vitni.Verjendur Cosby höfðu farið fram á við dómarann að hann myndi vísa málinu frá. Þegar það gekk ekki brugðu verjendurnir á það ráð að mótmæla þeirri beiðni saksóknara að kalla til vitnis aðrar konur sem höfðu sakað Cosby um kynferðisbrot. Báru verjendurnir því við að mál þeirra kvenna væru fyrnd og hefðu því ekkert erindi í þessu máli. Þetta eru önnur réttarhöldin yfir Cosby vegna ásakana um kynferðisbrot gegn konum. Í fyrra var réttað í máli gegn honum sem lauk eftir að kviðdómurinn komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu og var sendur á brott. Fyrirsætan fyrrverandi Janice Dickinson er á meðal þeirra fjölda kvenna sem hafa sakað Cosby um kynferðisbrot. Hún hefur höfðað meiðyrðamál á hendur Cosby eftir að leikarinn hafði kallað hana lygara.Dickinson sakaði Cosby um að hafa byrlað henni ólyfjan og nauðgað henni árið 1982. Cosby og lögmenn hans sökuðu hana um lygar eftir að hún hafði stigið fram með þessar ásakanir. Dickinson höfðaði meiðyrðamál gegn Cosby og fór fram á við dómstól í Kaliforníu-ríki að hún mætti leggja fram tilkynningu frá Cosby og lögmönnum hans, þar sem hún var kölluð lygari, máli sínu til sönnunar. Dómurinn féllst á þá beiðni en Cosby áfrýjaði þeirri ákvörðun til hæstaréttar í Kaliforníu-ríki. Hæstirétturinn vísaði áfrýjun Cosby frá í dag og fær því Dickinson að leggja þessi gögn fram.
Bill Cosby Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira