Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Sýrlenskur uppreisnarmaður og tyrkneskur hermaður, samherjar gegn Kúrdum, veifa fánum sínum. Nordicphotos/AFP Yfirvöld í Tyrklandi fyrirskipuðu í gær handtöku þrettán einstaklinga sem lýstu yfir stuðningi við málstað samtaka tyrkneskra lækna (TTB) en samtökin birtu fyrr um daginn grein þar sem aðgerðir Tyrkjahers í Afrin-héraði Sýrlands voru harðlega gagnrýndar. Dagblaðið Hurriyet greindi frá handtökunum en þær koma í kjölfar fyrirskipunar ríkissaksóknara um að handtaka skyldi ellefu háttsetta meðlimi TTB, meðal annars formanninn. „Nei við stríði, friður strax!“ var heróp samtakanna sem birtist í greininni. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður í garð þeirra sem stóðu að yfirlýsingunni og sakaði viðkomandi um landráð. Þau þrettán sem handtekin voru í gær lýstu yfir stuðningi við TTB á samfélagsmiðlum. „Stríð er dauði, eyðilegging, blóð og tár. Nei við stríði,“ sagði í einu tístinu sem Reuters vísaði í. Fyrrnefnd 24 eru þó langt frá því að vera ein á báti. Alls hafa rúmlega 300 verið handtekin vegna færslna á samfélagsmiðlum sem „gagnrýndu, voru í andstöðu við eða rangtúlkuðu“ aðgerðir hersins í Afrin, að því er ríkisstjórnin greindi frá. Aðgerðirnar í Afrin snúast um að reka YPG, hersveitir Kúrda, í burtu frá héraðinu sem á landamæri að Tyrklandi. Telja Tyrkir YPG vera hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) en flokkurinn er álitinn hryðjuverkasamtök af Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu. Þessu mati Tyrkja eru flestir aðilar hernaðarbandalagsins gegn Íslamska ríkinu, sem Bandaríkjamenn eru í forsvari fyrir og YPG og Tyrkir tilheyra, ósammála. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt handtökur forsprakka TTB harðlega. Til að mynda hafa bæði Amnesty International og Alþjóðalæknasamtökin kallað eftir því að réttindi lækna séu virt og öll mál gegn þeim verði felld niður. „Þessar handtökur eru varhugaverð þróun sem grefur undan lögum og reglu sem og sjálfstæði og hlutleysi tyrkneskra dómstóla,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Johannesar Hahn, stækkunarstjóra ESB, og Federicu Mogherini, utanríkismálastjóra ESB. Þá greinir Reuters frá því að bandamenn Tyrkja í vestri óttist nú mjög að Erdogan sé að nýta sér aðgerðir hersins til þess að kæfa raddir stjórnarandstæðinga. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Erdogan-stjórnin fyrirskipar fjöldahandtökur. Eftir misheppnaða valdaránstilraun árið 2016 voru um fimmtíu þúsund handtekin fyrir meintan stuðning við útlæga klerkinn Fethullah Gulen og um 150.000 opinberir starfsmenn misstu vinnuna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi fyrirskipuðu í gær handtöku þrettán einstaklinga sem lýstu yfir stuðningi við málstað samtaka tyrkneskra lækna (TTB) en samtökin birtu fyrr um daginn grein þar sem aðgerðir Tyrkjahers í Afrin-héraði Sýrlands voru harðlega gagnrýndar. Dagblaðið Hurriyet greindi frá handtökunum en þær koma í kjölfar fyrirskipunar ríkissaksóknara um að handtaka skyldi ellefu háttsetta meðlimi TTB, meðal annars formanninn. „Nei við stríði, friður strax!“ var heróp samtakanna sem birtist í greininni. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður í garð þeirra sem stóðu að yfirlýsingunni og sakaði viðkomandi um landráð. Þau þrettán sem handtekin voru í gær lýstu yfir stuðningi við TTB á samfélagsmiðlum. „Stríð er dauði, eyðilegging, blóð og tár. Nei við stríði,“ sagði í einu tístinu sem Reuters vísaði í. Fyrrnefnd 24 eru þó langt frá því að vera ein á báti. Alls hafa rúmlega 300 verið handtekin vegna færslna á samfélagsmiðlum sem „gagnrýndu, voru í andstöðu við eða rangtúlkuðu“ aðgerðir hersins í Afrin, að því er ríkisstjórnin greindi frá. Aðgerðirnar í Afrin snúast um að reka YPG, hersveitir Kúrda, í burtu frá héraðinu sem á landamæri að Tyrklandi. Telja Tyrkir YPG vera hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) en flokkurinn er álitinn hryðjuverkasamtök af Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu. Þessu mati Tyrkja eru flestir aðilar hernaðarbandalagsins gegn Íslamska ríkinu, sem Bandaríkjamenn eru í forsvari fyrir og YPG og Tyrkir tilheyra, ósammála. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt handtökur forsprakka TTB harðlega. Til að mynda hafa bæði Amnesty International og Alþjóðalæknasamtökin kallað eftir því að réttindi lækna séu virt og öll mál gegn þeim verði felld niður. „Þessar handtökur eru varhugaverð þróun sem grefur undan lögum og reglu sem og sjálfstæði og hlutleysi tyrkneskra dómstóla,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Johannesar Hahn, stækkunarstjóra ESB, og Federicu Mogherini, utanríkismálastjóra ESB. Þá greinir Reuters frá því að bandamenn Tyrkja í vestri óttist nú mjög að Erdogan sé að nýta sér aðgerðir hersins til þess að kæfa raddir stjórnarandstæðinga. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Erdogan-stjórnin fyrirskipar fjöldahandtökur. Eftir misheppnaða valdaránstilraun árið 2016 voru um fimmtíu þúsund handtekin fyrir meintan stuðning við útlæga klerkinn Fethullah Gulen og um 150.000 opinberir starfsmenn misstu vinnuna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira