Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Sýrlenskur uppreisnarmaður og tyrkneskur hermaður, samherjar gegn Kúrdum, veifa fánum sínum. Nordicphotos/AFP Yfirvöld í Tyrklandi fyrirskipuðu í gær handtöku þrettán einstaklinga sem lýstu yfir stuðningi við málstað samtaka tyrkneskra lækna (TTB) en samtökin birtu fyrr um daginn grein þar sem aðgerðir Tyrkjahers í Afrin-héraði Sýrlands voru harðlega gagnrýndar. Dagblaðið Hurriyet greindi frá handtökunum en þær koma í kjölfar fyrirskipunar ríkissaksóknara um að handtaka skyldi ellefu háttsetta meðlimi TTB, meðal annars formanninn. „Nei við stríði, friður strax!“ var heróp samtakanna sem birtist í greininni. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður í garð þeirra sem stóðu að yfirlýsingunni og sakaði viðkomandi um landráð. Þau þrettán sem handtekin voru í gær lýstu yfir stuðningi við TTB á samfélagsmiðlum. „Stríð er dauði, eyðilegging, blóð og tár. Nei við stríði,“ sagði í einu tístinu sem Reuters vísaði í. Fyrrnefnd 24 eru þó langt frá því að vera ein á báti. Alls hafa rúmlega 300 verið handtekin vegna færslna á samfélagsmiðlum sem „gagnrýndu, voru í andstöðu við eða rangtúlkuðu“ aðgerðir hersins í Afrin, að því er ríkisstjórnin greindi frá. Aðgerðirnar í Afrin snúast um að reka YPG, hersveitir Kúrda, í burtu frá héraðinu sem á landamæri að Tyrklandi. Telja Tyrkir YPG vera hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) en flokkurinn er álitinn hryðjuverkasamtök af Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu. Þessu mati Tyrkja eru flestir aðilar hernaðarbandalagsins gegn Íslamska ríkinu, sem Bandaríkjamenn eru í forsvari fyrir og YPG og Tyrkir tilheyra, ósammála. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt handtökur forsprakka TTB harðlega. Til að mynda hafa bæði Amnesty International og Alþjóðalæknasamtökin kallað eftir því að réttindi lækna séu virt og öll mál gegn þeim verði felld niður. „Þessar handtökur eru varhugaverð þróun sem grefur undan lögum og reglu sem og sjálfstæði og hlutleysi tyrkneskra dómstóla,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Johannesar Hahn, stækkunarstjóra ESB, og Federicu Mogherini, utanríkismálastjóra ESB. Þá greinir Reuters frá því að bandamenn Tyrkja í vestri óttist nú mjög að Erdogan sé að nýta sér aðgerðir hersins til þess að kæfa raddir stjórnarandstæðinga. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Erdogan-stjórnin fyrirskipar fjöldahandtökur. Eftir misheppnaða valdaránstilraun árið 2016 voru um fimmtíu þúsund handtekin fyrir meintan stuðning við útlæga klerkinn Fethullah Gulen og um 150.000 opinberir starfsmenn misstu vinnuna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi fyrirskipuðu í gær handtöku þrettán einstaklinga sem lýstu yfir stuðningi við málstað samtaka tyrkneskra lækna (TTB) en samtökin birtu fyrr um daginn grein þar sem aðgerðir Tyrkjahers í Afrin-héraði Sýrlands voru harðlega gagnrýndar. Dagblaðið Hurriyet greindi frá handtökunum en þær koma í kjölfar fyrirskipunar ríkissaksóknara um að handtaka skyldi ellefu háttsetta meðlimi TTB, meðal annars formanninn. „Nei við stríði, friður strax!“ var heróp samtakanna sem birtist í greininni. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður í garð þeirra sem stóðu að yfirlýsingunni og sakaði viðkomandi um landráð. Þau þrettán sem handtekin voru í gær lýstu yfir stuðningi við TTB á samfélagsmiðlum. „Stríð er dauði, eyðilegging, blóð og tár. Nei við stríði,“ sagði í einu tístinu sem Reuters vísaði í. Fyrrnefnd 24 eru þó langt frá því að vera ein á báti. Alls hafa rúmlega 300 verið handtekin vegna færslna á samfélagsmiðlum sem „gagnrýndu, voru í andstöðu við eða rangtúlkuðu“ aðgerðir hersins í Afrin, að því er ríkisstjórnin greindi frá. Aðgerðirnar í Afrin snúast um að reka YPG, hersveitir Kúrda, í burtu frá héraðinu sem á landamæri að Tyrklandi. Telja Tyrkir YPG vera hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) en flokkurinn er álitinn hryðjuverkasamtök af Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu. Þessu mati Tyrkja eru flestir aðilar hernaðarbandalagsins gegn Íslamska ríkinu, sem Bandaríkjamenn eru í forsvari fyrir og YPG og Tyrkir tilheyra, ósammála. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt handtökur forsprakka TTB harðlega. Til að mynda hafa bæði Amnesty International og Alþjóðalæknasamtökin kallað eftir því að réttindi lækna séu virt og öll mál gegn þeim verði felld niður. „Þessar handtökur eru varhugaverð þróun sem grefur undan lögum og reglu sem og sjálfstæði og hlutleysi tyrkneskra dómstóla,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Johannesar Hahn, stækkunarstjóra ESB, og Federicu Mogherini, utanríkismálastjóra ESB. Þá greinir Reuters frá því að bandamenn Tyrkja í vestri óttist nú mjög að Erdogan sé að nýta sér aðgerðir hersins til þess að kæfa raddir stjórnarandstæðinga. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Erdogan-stjórnin fyrirskipar fjöldahandtökur. Eftir misheppnaða valdaránstilraun árið 2016 voru um fimmtíu þúsund handtekin fyrir meintan stuðning við útlæga klerkinn Fethullah Gulen og um 150.000 opinberir starfsmenn misstu vinnuna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira