Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2018 19:06 Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. Vísir/AP Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. Þetta er staðhæft í breska dagblaðinu Sunday Times. David Lidington þingmaður Íhaldsflokksins er þannig sagður hafa átt viðræður við þingmenn Verkamannaflokksins um að ná saman þverpólitískri samstöðu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hefur Gavin Barwell starfsmannastjóri Downingstrætis látið hafa eftir sér að ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit væri eina leiðin í þeirri stöðu sem er komin upp vegna Brexit-sáttmála forsætisráðherrans. Síðasta sunnudag fjallaði Sunday Times um fyrirætlanir forsætisráðherrans. Hún hefði í hyggju að slá atkvæðagreiðslunni í þinginu á frest. May þvertók fyrir fullyrðingar blaðamanns en annað kom á daginn nokkrum dögum síðar þegar hún tilkynnti í þinginu að hún hygðist fresta atkvæðagreiðslunni því Brexit-sáttmálinn hefði ekki meirihluta í þinginu. Barwell og Lidington neita því að hafa tekið þátt í baktjaldamakki með Verkamannaflokknum. Barwell sagði í tísti að hann teldi það ekki vera þjóðinni fyrir bestu að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu og þá ætti hann heldur ekki í viðræðum við þingmenn Verkamannaflokksins um að blása til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Damian Hinds menntamálaráðherra í Bretlandi sagði í samtali við Sky News að það stæði ekki til að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til að leysa Brexit-deiluna. Hann bætti við að ný þjóðaratkvæðagreiðsla myndi auka á sundrungu á meðal bresku þjóðarinnar. „Við erum þegar búin að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og nú verðum við að framfylgja vilja þjóðarinnar.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35 Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. Þetta er staðhæft í breska dagblaðinu Sunday Times. David Lidington þingmaður Íhaldsflokksins er þannig sagður hafa átt viðræður við þingmenn Verkamannaflokksins um að ná saman þverpólitískri samstöðu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hefur Gavin Barwell starfsmannastjóri Downingstrætis látið hafa eftir sér að ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit væri eina leiðin í þeirri stöðu sem er komin upp vegna Brexit-sáttmála forsætisráðherrans. Síðasta sunnudag fjallaði Sunday Times um fyrirætlanir forsætisráðherrans. Hún hefði í hyggju að slá atkvæðagreiðslunni í þinginu á frest. May þvertók fyrir fullyrðingar blaðamanns en annað kom á daginn nokkrum dögum síðar þegar hún tilkynnti í þinginu að hún hygðist fresta atkvæðagreiðslunni því Brexit-sáttmálinn hefði ekki meirihluta í þinginu. Barwell og Lidington neita því að hafa tekið þátt í baktjaldamakki með Verkamannaflokknum. Barwell sagði í tísti að hann teldi það ekki vera þjóðinni fyrir bestu að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu og þá ætti hann heldur ekki í viðræðum við þingmenn Verkamannaflokksins um að blása til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Damian Hinds menntamálaráðherra í Bretlandi sagði í samtali við Sky News að það stæði ekki til að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til að leysa Brexit-deiluna. Hann bætti við að ný þjóðaratkvæðagreiðsla myndi auka á sundrungu á meðal bresku þjóðarinnar. „Við erum þegar búin að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og nú verðum við að framfylgja vilja þjóðarinnar.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35 Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30
May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31
Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35
Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04