Grísku sjávarþorpi líkt við Pompeii Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2018 11:33 Bærinn Mati kom verulega illa út úr eldunum. Vísir/AP Minnst 80 eru látnir í strandbæjum nærri Aþenu í Grikklandi eftir að gífurlegir skógareldar fóru yfir bæinn á miklum hraða. Búist er við því að tala látinna muni hækka og jafnvel mikið. Fólk varð innlyksa í húsum sínum, í bílum og á klettasyllum. Aðrir björguðu sér með því að stökkva í sjóinn en þó björguðust ekki allir sem stukku í sjóinn þar sem minnst sex drukknuðu. Um er að ræða mannskæðustu elda sem skráðir hafa verið í Grikklandi. Þá er talið að rúmlega þúsund hús og 300 bílar hafi orðið eldinum að bráð. Hamförunum í einum bæjanna, Mati, hefur verið líkt við Pomeii á Ítalíu þar sem eldgos fór yfir bæinn á tímum Rómarveldis. Eldhafið fór yfir á miklum hraða undan um 30 metra vindi. „Mati er ekki lengur til,“ hefur AFP fréttaveitan eftir bæjarstjóra Rafina, sem kom einnig illa út úr eldinum.Sjá einnig: Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukknaEkki liggur fyrir hve margra er saknað en björgunaraðilar segja fjölmargar tilkynningar um týnt fólk hafa borist. Einn maður, Yiannis Philippopoulos, sagði grískum fjölmiðlum að tvær dætur hans, níu ára tvíburar, væru týndar. Hann sagðist þó hafa séð þær í sjónvarpi og að þeim hefði verið bjargað. Hann hefði hins vegar ekkert heyrt í ömmu þeirra og afa, sem þær voru að gista hjá.Rigningu er spáð á morgun og mun það auðvelda slökkvistörf en eldhafið ógnar nú bænum Kineta. Tugir slökkviliðsmanna berjast gegn eldinum og notast þeir meðal annars við þyrlur.Sjá einnig: 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögumEkki liggur fyrir hvernig eldarnir kviknuðu en yfirvöld hafa gefið í skyn að þeir hafi verið kveiktir vísvitandi af aðilum sem ætluðu sér að ræna yfirgefin hús. Rannsókn hefur verið sett á laggirnar og hafa yfirvöld beðið Bandaríkin um dróna til að leita uppi „grunsamlegt athæfi“. Skógareldar Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Minnst 80 eru látnir í strandbæjum nærri Aþenu í Grikklandi eftir að gífurlegir skógareldar fóru yfir bæinn á miklum hraða. Búist er við því að tala látinna muni hækka og jafnvel mikið. Fólk varð innlyksa í húsum sínum, í bílum og á klettasyllum. Aðrir björguðu sér með því að stökkva í sjóinn en þó björguðust ekki allir sem stukku í sjóinn þar sem minnst sex drukknuðu. Um er að ræða mannskæðustu elda sem skráðir hafa verið í Grikklandi. Þá er talið að rúmlega þúsund hús og 300 bílar hafi orðið eldinum að bráð. Hamförunum í einum bæjanna, Mati, hefur verið líkt við Pomeii á Ítalíu þar sem eldgos fór yfir bæinn á tímum Rómarveldis. Eldhafið fór yfir á miklum hraða undan um 30 metra vindi. „Mati er ekki lengur til,“ hefur AFP fréttaveitan eftir bæjarstjóra Rafina, sem kom einnig illa út úr eldinum.Sjá einnig: Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukknaEkki liggur fyrir hve margra er saknað en björgunaraðilar segja fjölmargar tilkynningar um týnt fólk hafa borist. Einn maður, Yiannis Philippopoulos, sagði grískum fjölmiðlum að tvær dætur hans, níu ára tvíburar, væru týndar. Hann sagðist þó hafa séð þær í sjónvarpi og að þeim hefði verið bjargað. Hann hefði hins vegar ekkert heyrt í ömmu þeirra og afa, sem þær voru að gista hjá.Rigningu er spáð á morgun og mun það auðvelda slökkvistörf en eldhafið ógnar nú bænum Kineta. Tugir slökkviliðsmanna berjast gegn eldinum og notast þeir meðal annars við þyrlur.Sjá einnig: 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögumEkki liggur fyrir hvernig eldarnir kviknuðu en yfirvöld hafa gefið í skyn að þeir hafi verið kveiktir vísvitandi af aðilum sem ætluðu sér að ræna yfirgefin hús. Rannsókn hefur verið sett á laggirnar og hafa yfirvöld beðið Bandaríkin um dróna til að leita uppi „grunsamlegt athæfi“.
Skógareldar Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira