Kemur til greina að nota fundarlaun við rannsókn á fleiri málum Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. mars 2018 20:30 Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum Skjáskot/Stöð 2 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir koma til greina að nota fundarlaun við rannsókn á fleiri málum ef vel gengur að finna tölvubúnað sem fundarlaunum var heitið fyrir í gær. Nokkrar ábendingar hafa þegar borist. Eigandi búnaðarins sem var stolið úr gagnaveri í Reykjanesbæ fyrir nokkrum vikum mun greiða fundarlaunin en lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins og tekur við ábendingum til 12. apríl. Eigandinn vill ekki láta nafns síns getið. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljóna króna var stolið. „Fundarlaununum var heitið í gær og hafa nokkrar ábendingar þegar borist. Það bárust nokkrar ábendingar í morgun og þær eru til athugunar og við skoðum hvað kemur út úr því. Allar vísbendingar sem gætu leitt okkur að því hvar þýfið væri niðurkomið, við tökum þær alvarlega,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Einn íslenskur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins og hafa nokkrar húsleitir verið gerðar en grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Ólafur segist aldrei hafa unnið að rannsókn með þessum hætti en fyrirkomulagið gæti verið tekið upp í fleiri málum. „Þetta hefur aldrei borið á mitt borð þau ár sem ég hef starfað í tengslum við og í lögreglunni. Þannig að þetta er nýlunda en svo er að sjá hvort þetta sé eitthvað sem við tökum upp. Kannski að það gerist í framhaldi af þessu. Við skulum vona að vel gangi en nú er það svo að menn spyrja alltaf að leikslokum.“ Tengdar fréttir Tölvurnar eru enn ófundnar Enn hefur hvorki sést tangur né tetur af um 600 tölvum sem stolið var í þremur innbrotum í gagnaver í Borgarbyggð og Reykjanesbæ. 19. mars 2018 06:00 Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Nokkrar ábendingar borist um stolinn tölvubúnað eftir að fundarlaunum var lofað Talið er að málið geti tengt anga sína til annarra landa. 26. mars 2018 12:42 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrota í gagnaver Tveir karlmenn sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á innbroti í gagnaver voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhaldi. 2. mars 2018 17:11 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir koma til greina að nota fundarlaun við rannsókn á fleiri málum ef vel gengur að finna tölvubúnað sem fundarlaunum var heitið fyrir í gær. Nokkrar ábendingar hafa þegar borist. Eigandi búnaðarins sem var stolið úr gagnaveri í Reykjanesbæ fyrir nokkrum vikum mun greiða fundarlaunin en lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins og tekur við ábendingum til 12. apríl. Eigandinn vill ekki láta nafns síns getið. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljóna króna var stolið. „Fundarlaununum var heitið í gær og hafa nokkrar ábendingar þegar borist. Það bárust nokkrar ábendingar í morgun og þær eru til athugunar og við skoðum hvað kemur út úr því. Allar vísbendingar sem gætu leitt okkur að því hvar þýfið væri niðurkomið, við tökum þær alvarlega,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Einn íslenskur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins og hafa nokkrar húsleitir verið gerðar en grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Ólafur segist aldrei hafa unnið að rannsókn með þessum hætti en fyrirkomulagið gæti verið tekið upp í fleiri málum. „Þetta hefur aldrei borið á mitt borð þau ár sem ég hef starfað í tengslum við og í lögreglunni. Þannig að þetta er nýlunda en svo er að sjá hvort þetta sé eitthvað sem við tökum upp. Kannski að það gerist í framhaldi af þessu. Við skulum vona að vel gangi en nú er það svo að menn spyrja alltaf að leikslokum.“
Tengdar fréttir Tölvurnar eru enn ófundnar Enn hefur hvorki sést tangur né tetur af um 600 tölvum sem stolið var í þremur innbrotum í gagnaver í Borgarbyggð og Reykjanesbæ. 19. mars 2018 06:00 Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Nokkrar ábendingar borist um stolinn tölvubúnað eftir að fundarlaunum var lofað Talið er að málið geti tengt anga sína til annarra landa. 26. mars 2018 12:42 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrota í gagnaver Tveir karlmenn sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á innbroti í gagnaver voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhaldi. 2. mars 2018 17:11 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Tölvurnar eru enn ófundnar Enn hefur hvorki sést tangur né tetur af um 600 tölvum sem stolið var í þremur innbrotum í gagnaver í Borgarbyggð og Reykjanesbæ. 19. mars 2018 06:00
Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04
Nokkrar ábendingar borist um stolinn tölvubúnað eftir að fundarlaunum var lofað Talið er að málið geti tengt anga sína til annarra landa. 26. mars 2018 12:42
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrota í gagnaver Tveir karlmenn sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á innbroti í gagnaver voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhaldi. 2. mars 2018 17:11