Nokkrar ábendingar borist um stolinn tölvubúnað eftir að fundarlaunum var lofað Birgir Olgeirsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 26. mars 2018 12:42 Einn er í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins. VÍSIR/GVA Eigandi tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri í Reykjanesbæ fyrir nokkrum vikum heitir sex milljóna króna fundarlaunum til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn sé að finna. Lögreglan á Suðurnesjum tekur við ábendingum sem þurfa að berast fyrir tólfta apríl. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri segir nokkrar ábendingar þegar hafa borist. „Við fengum í morgun nokkur símtöl en það er verið að vinna úr því hvort það leiði til einhvers,“ segir Ólafur. Fundarlaunin verða greidd til þess sem lögreglan staðfestir að hafi fyrstur komið með ábendingu sem nýtist og mun heimildarmaðurinn njóta fyllsta trúnaðar. Ólafur segir óvíst hvort þær sem komnar eru muni nýtast. „Kannski rétt að segja að það sé ekki fram komið neitt sem er mjög líklegt.“ Íslenskur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar sem nær til þriggja innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem sex hundruð tölvum að verðmæti 200 milljóna króna var stolið. Ólafur segir yfirheyrslur ekki hafa borið árangur en talið er að málið geti tengt anga sína til annarra landa. „Auðvitað er þetta af því umfangi að það leiðir hugann að því hvort þarna sé eitthvað alþjóðlegt á ferðinni,“ segir Ólafur. Hann segist aldrei hafa unnið að rannsókn þar sem fundarlaunum er heitið. „Það hefur ekki gerst í minni tíð og þar sem ég hef unnið.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Eigandi tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri í Reykjanesbæ fyrir nokkrum vikum heitir sex milljóna króna fundarlaunum til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn sé að finna. Lögreglan á Suðurnesjum tekur við ábendingum sem þurfa að berast fyrir tólfta apríl. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri segir nokkrar ábendingar þegar hafa borist. „Við fengum í morgun nokkur símtöl en það er verið að vinna úr því hvort það leiði til einhvers,“ segir Ólafur. Fundarlaunin verða greidd til þess sem lögreglan staðfestir að hafi fyrstur komið með ábendingu sem nýtist og mun heimildarmaðurinn njóta fyllsta trúnaðar. Ólafur segir óvíst hvort þær sem komnar eru muni nýtast. „Kannski rétt að segja að það sé ekki fram komið neitt sem er mjög líklegt.“ Íslenskur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar sem nær til þriggja innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem sex hundruð tölvum að verðmæti 200 milljóna króna var stolið. Ólafur segir yfirheyrslur ekki hafa borið árangur en talið er að málið geti tengt anga sína til annarra landa. „Auðvitað er þetta af því umfangi að það leiðir hugann að því hvort þarna sé eitthvað alþjóðlegt á ferðinni,“ segir Ólafur. Hann segist aldrei hafa unnið að rannsókn þar sem fundarlaunum er heitið. „Það hefur ekki gerst í minni tíð og þar sem ég hef unnið.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04