Innlent

Tölvurnar eru enn ófundnar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Lögreglan hvetur alla sem hafa orðið varir við eitthvað grunsamlegt að gera lögreglu viðvart.
Lögreglan hvetur alla sem hafa orðið varir við eitthvað grunsamlegt að gera lögreglu viðvart. VÍSIR/GVA
Enn hefur hvorki sést tangur né tetur af um 600 tölvum sem stolið var í þremur innbrotum í gagnaver í Borgarbyggð og Reykjanesbæ. Verðmæti vélanna, sem höfðu verið notaðar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin, er talið um 200 milljónir króna.Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins auk þess sem grunur leikur á að starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar hafi aðstoðað þjófana við verkið.„Það hefur farið mikill tími og mikil vinna í þetta. Við erum að móta heildarmynd af þessu öllu saman en framhaldið skýrist vonandi í vikunni,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. „Allar ábendingar sem fólk hefur um málið, stórar sem smáar, eru kærkomnar ef fólk telur sig hafa einhverjar vísbendingar eða upplýsingar.“Frétt Stöðvar 2 um málið þann 21. febrúar má sjá hér að neðan.Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.