Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. Lík hans var þvínæst bútað niður og er morðið sagt hafa verið skipulagt. Þetta kom fram í máli saksóknara í Tyrklandi á blaðamannafundi í dag.
Saksóknarinn sagði jafnframt að viðræður við saksóknara í Sádi-Arabíu hefðu ekki skilað neinum árangri, og að þarlend yfirvöld sýndu lítinn samstarfsvilja í málinu. Tilkynningin stangast enn fremur á við fullyrðingar Sáda þess efnis að Khashoggi hafi látist í slagsmálum sem brutust út á ræðisskrifstofunni.
Khashoggi var myrtur í byrjun þessa mánaðar og segja tyrknesk yfirvöld að morðið hafi verið þaulskipulagt af yfirvöldum í Sádi-Arabíu, en Khashoggi hafði verið afar gagnrýninn á stjórnarhætti í heimalandi sínu.
Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður

Tengdar fréttir

Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump
Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið.

Óttast um líf sitt eftir morð Khashoggi
Tveir sádiarabískir stjórnarandstæðingar, sem eru á flótta utan heimalandsins, fordæma stjórnarhætti krónprinsins harðlega í viðtali við Fréttablaðið. Andstæðingar prinsins óttast um líf sitt eftir morðið á Jamal Khashoggi.