Ákærur Muellers gleðja Trump Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2018 22:33 Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Forsetaembætti Bandaríkjanna vill meina að ákærurnar á hendur rússneskum ríkisborgurum fyrir að hafa áhrif á framgang lýðræðis í Bandaríkjunum sanni að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði enga aðkomu að málinu.Í yfirlýsingu frá embættinu kom fram að Trump hefði fengið skýrslu um málið og að hann sé glaður að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, á afskiptum af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 gefi enn frekar til kynna að forsetaframboð Trumps var ekki í neinu samráði við Rússa og að umrædd afskipti höfðu ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna. Segir Trump að nú sé mál að linni og komið sé nóg af fáránlegum ásökunum og kenningum sem geri lítið annað en að þjóna málstað Rússa og geri ekkert til að verja undirstöðuatriði Bandaríkjanna. Líkt og greint var frá í dag hafa þrettán rússneskir ríkisborgarar og þrír rússneskir lögaðilar verið ákærðir fyrir að hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og framgangi lýðræðis þar í landi. Robert Mueller tilkynnti þetta í yfirlýsingu en þar er því haldið fram að Rússarnir hafi notast við falskar Facebook-færslur og auglýsingar til að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir í Bandaríkjunum á meðan kosningabaráttu stóð á milli Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, og Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016. Er því haldið fram að með rekstri þessa máls gegn Rússunum sé verið að reyna að endurvekja traust á bandarísk stjórnmál. Á meðal þess sem er ákært er fyrir er samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Mueller hefur undanfarið rannsakað ásakanir þess efnis að Rússar hafi skipt sér af kosningum í Bandaríkjunum og hvort að það hafi verið einhver óeðlileg samskipti á milli forsetaframboðs Donalds Trump og yfirvalda í Rússlandi. Áður höfðu Michael Flynn þjóðaröryggisráðgjafi Trump í upphafi forsetatíðar hans, Paul Manafort stjórnarformaður framboðs Trumps, Rick Gates aðstoðarmaður Manaforts þegar kom að framboði Trumps, og George Papadopoulos fyrrverandi utanríkisráðgjafi Trumps, verið ákærðir vegna rannsóknar Muellers. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Sjá meira
Forsetaembætti Bandaríkjanna vill meina að ákærurnar á hendur rússneskum ríkisborgurum fyrir að hafa áhrif á framgang lýðræðis í Bandaríkjunum sanni að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði enga aðkomu að málinu.Í yfirlýsingu frá embættinu kom fram að Trump hefði fengið skýrslu um málið og að hann sé glaður að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, á afskiptum af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 gefi enn frekar til kynna að forsetaframboð Trumps var ekki í neinu samráði við Rússa og að umrædd afskipti höfðu ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna. Segir Trump að nú sé mál að linni og komið sé nóg af fáránlegum ásökunum og kenningum sem geri lítið annað en að þjóna málstað Rússa og geri ekkert til að verja undirstöðuatriði Bandaríkjanna. Líkt og greint var frá í dag hafa þrettán rússneskir ríkisborgarar og þrír rússneskir lögaðilar verið ákærðir fyrir að hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og framgangi lýðræðis þar í landi. Robert Mueller tilkynnti þetta í yfirlýsingu en þar er því haldið fram að Rússarnir hafi notast við falskar Facebook-færslur og auglýsingar til að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir í Bandaríkjunum á meðan kosningabaráttu stóð á milli Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, og Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016. Er því haldið fram að með rekstri þessa máls gegn Rússunum sé verið að reyna að endurvekja traust á bandarísk stjórnmál. Á meðal þess sem er ákært er fyrir er samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Mueller hefur undanfarið rannsakað ásakanir þess efnis að Rússar hafi skipt sér af kosningum í Bandaríkjunum og hvort að það hafi verið einhver óeðlileg samskipti á milli forsetaframboðs Donalds Trump og yfirvalda í Rússlandi. Áður höfðu Michael Flynn þjóðaröryggisráðgjafi Trump í upphafi forsetatíðar hans, Paul Manafort stjórnarformaður framboðs Trumps, Rick Gates aðstoðarmaður Manaforts þegar kom að framboði Trumps, og George Papadopoulos fyrrverandi utanríkisráðgjafi Trumps, verið ákærðir vegna rannsóknar Muellers.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Sjá meira
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38