Ákærur Muellers gleðja Trump Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2018 22:33 Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Forsetaembætti Bandaríkjanna vill meina að ákærurnar á hendur rússneskum ríkisborgurum fyrir að hafa áhrif á framgang lýðræðis í Bandaríkjunum sanni að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði enga aðkomu að málinu.Í yfirlýsingu frá embættinu kom fram að Trump hefði fengið skýrslu um málið og að hann sé glaður að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, á afskiptum af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 gefi enn frekar til kynna að forsetaframboð Trumps var ekki í neinu samráði við Rússa og að umrædd afskipti höfðu ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna. Segir Trump að nú sé mál að linni og komið sé nóg af fáránlegum ásökunum og kenningum sem geri lítið annað en að þjóna málstað Rússa og geri ekkert til að verja undirstöðuatriði Bandaríkjanna. Líkt og greint var frá í dag hafa þrettán rússneskir ríkisborgarar og þrír rússneskir lögaðilar verið ákærðir fyrir að hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og framgangi lýðræðis þar í landi. Robert Mueller tilkynnti þetta í yfirlýsingu en þar er því haldið fram að Rússarnir hafi notast við falskar Facebook-færslur og auglýsingar til að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir í Bandaríkjunum á meðan kosningabaráttu stóð á milli Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, og Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016. Er því haldið fram að með rekstri þessa máls gegn Rússunum sé verið að reyna að endurvekja traust á bandarísk stjórnmál. Á meðal þess sem er ákært er fyrir er samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Mueller hefur undanfarið rannsakað ásakanir þess efnis að Rússar hafi skipt sér af kosningum í Bandaríkjunum og hvort að það hafi verið einhver óeðlileg samskipti á milli forsetaframboðs Donalds Trump og yfirvalda í Rússlandi. Áður höfðu Michael Flynn þjóðaröryggisráðgjafi Trump í upphafi forsetatíðar hans, Paul Manafort stjórnarformaður framboðs Trumps, Rick Gates aðstoðarmaður Manaforts þegar kom að framboði Trumps, og George Papadopoulos fyrrverandi utanríkisráðgjafi Trumps, verið ákærðir vegna rannsóknar Muellers. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Forsetaembætti Bandaríkjanna vill meina að ákærurnar á hendur rússneskum ríkisborgurum fyrir að hafa áhrif á framgang lýðræðis í Bandaríkjunum sanni að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði enga aðkomu að málinu.Í yfirlýsingu frá embættinu kom fram að Trump hefði fengið skýrslu um málið og að hann sé glaður að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, á afskiptum af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 gefi enn frekar til kynna að forsetaframboð Trumps var ekki í neinu samráði við Rússa og að umrædd afskipti höfðu ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna. Segir Trump að nú sé mál að linni og komið sé nóg af fáránlegum ásökunum og kenningum sem geri lítið annað en að þjóna málstað Rússa og geri ekkert til að verja undirstöðuatriði Bandaríkjanna. Líkt og greint var frá í dag hafa þrettán rússneskir ríkisborgarar og þrír rússneskir lögaðilar verið ákærðir fyrir að hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og framgangi lýðræðis þar í landi. Robert Mueller tilkynnti þetta í yfirlýsingu en þar er því haldið fram að Rússarnir hafi notast við falskar Facebook-færslur og auglýsingar til að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir í Bandaríkjunum á meðan kosningabaráttu stóð á milli Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, og Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016. Er því haldið fram að með rekstri þessa máls gegn Rússunum sé verið að reyna að endurvekja traust á bandarísk stjórnmál. Á meðal þess sem er ákært er fyrir er samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Mueller hefur undanfarið rannsakað ásakanir þess efnis að Rússar hafi skipt sér af kosningum í Bandaríkjunum og hvort að það hafi verið einhver óeðlileg samskipti á milli forsetaframboðs Donalds Trump og yfirvalda í Rússlandi. Áður höfðu Michael Flynn þjóðaröryggisráðgjafi Trump í upphafi forsetatíðar hans, Paul Manafort stjórnarformaður framboðs Trumps, Rick Gates aðstoðarmaður Manaforts þegar kom að framboði Trumps, og George Papadopoulos fyrrverandi utanríkisráðgjafi Trumps, verið ákærðir vegna rannsóknar Muellers.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent