Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2018 15:48 Peter Strzok. Vísir/AP Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Strzok var einn af æðstu starfsmönnum FBI sem komu að Rússarannsókninni svokölluðu, þar til skilaboðin litu dagsins ljós.Strzok átti í ástarsambandi við annan starfsmann FBI sem heitir Lisa Page. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 og eitthvað fram á 2017 skiptust þau á smáskilaboðum á starfssímum þeirra þar sem þau ræddu meðal annars stjórnmál. Á þeim tíma vann Strzok við rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton og rannsókn Robert Mueller. Í einum skilaboðum fór Strzok illum orðum um Trump og í öðru sagði hann: „Þessi maður getur ekki orðið forseti“. Í öðrum skilaboðum var hann spurður hvort Trump gæti orðið forseti og svaraði hann á þá leið að svo væri ekki. „Við munum stöðva hann“.Færður til í starfi Síðan þá hafa stuðningsmenn Trump ítrekað notað skilaboðin og Strzok til þess að gagnrýna rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016, mögulegri aðkomu framboðs Trump að afskiptunum og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Sjálfur segir Strzok að hann hafi verið að vísa til kjósenda. Kjósendur væru „við“ og þeir myndu ekki kjósa Trump í embætti forseta. Strzok var færður til í starfi og innra eftirlit FBI lagði til að hann yrði lækkaður í tign og sendur í tveggja mánaða leyfi vegna málsins. Lögmaður hans tilkynnti svo í dag að hann hefði verið rekinn, þvert á fyrri yfirlýsingar Christopher Wray, núverandi yfirmanns FBI, sem hafði sagt að ferli máls Strzok myndi fylgja innri reglum stofnunarinnar.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögmaður Strzok að aðstoðaryfirmaður FBI hafi rekið Strzok á föstudaginn.Strzok hafði starfað hjá FBI í nærri því 22 ár og komið að ótalmörgum rannsóknum í gegnum tíðina.Segir utanaðkomandi þrýstingi um að kenna Lögmaður Strzok sendi frá sér tilkynningu vegna brottrekstursins í dag þar sem hann sagði að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur vegna málsins. Hann sagði að löng og ítarleg rannsókn og nokkrar lotur af framboði fyrir þingnefndum hefðu ekki leitt í ljós snefil af sönnunum fyrir því að persónulegar skoðanir Strzok hefðu haft áhrif á vinnu hans. Þvert á móti hefði hann um árabil verið einn af áreiðanlegustu starfsmönnum gagnnjósna FBI. Því sé ljóst að hann hafi verið rekinn vegna utanaðkomandi þrýstings og markmiðið hafi verið að refsa honum fyrir skoðanir sínar.FBI Special Agent Peter Strzok has been fired. Statement from his attorney. pic.twitter.com/oG780mZMjU— Laura Jarrett (@LauraAJarrett) August 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Strzok var einn af æðstu starfsmönnum FBI sem komu að Rússarannsókninni svokölluðu, þar til skilaboðin litu dagsins ljós.Strzok átti í ástarsambandi við annan starfsmann FBI sem heitir Lisa Page. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 og eitthvað fram á 2017 skiptust þau á smáskilaboðum á starfssímum þeirra þar sem þau ræddu meðal annars stjórnmál. Á þeim tíma vann Strzok við rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton og rannsókn Robert Mueller. Í einum skilaboðum fór Strzok illum orðum um Trump og í öðru sagði hann: „Þessi maður getur ekki orðið forseti“. Í öðrum skilaboðum var hann spurður hvort Trump gæti orðið forseti og svaraði hann á þá leið að svo væri ekki. „Við munum stöðva hann“.Færður til í starfi Síðan þá hafa stuðningsmenn Trump ítrekað notað skilaboðin og Strzok til þess að gagnrýna rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016, mögulegri aðkomu framboðs Trump að afskiptunum og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Sjálfur segir Strzok að hann hafi verið að vísa til kjósenda. Kjósendur væru „við“ og þeir myndu ekki kjósa Trump í embætti forseta. Strzok var færður til í starfi og innra eftirlit FBI lagði til að hann yrði lækkaður í tign og sendur í tveggja mánaða leyfi vegna málsins. Lögmaður hans tilkynnti svo í dag að hann hefði verið rekinn, þvert á fyrri yfirlýsingar Christopher Wray, núverandi yfirmanns FBI, sem hafði sagt að ferli máls Strzok myndi fylgja innri reglum stofnunarinnar.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögmaður Strzok að aðstoðaryfirmaður FBI hafi rekið Strzok á föstudaginn.Strzok hafði starfað hjá FBI í nærri því 22 ár og komið að ótalmörgum rannsóknum í gegnum tíðina.Segir utanaðkomandi þrýstingi um að kenna Lögmaður Strzok sendi frá sér tilkynningu vegna brottrekstursins í dag þar sem hann sagði að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur vegna málsins. Hann sagði að löng og ítarleg rannsókn og nokkrar lotur af framboði fyrir þingnefndum hefðu ekki leitt í ljós snefil af sönnunum fyrir því að persónulegar skoðanir Strzok hefðu haft áhrif á vinnu hans. Þvert á móti hefði hann um árabil verið einn af áreiðanlegustu starfsmönnum gagnnjósna FBI. Því sé ljóst að hann hafi verið rekinn vegna utanaðkomandi þrýstings og markmiðið hafi verið að refsa honum fyrir skoðanir sínar.FBI Special Agent Peter Strzok has been fired. Statement from his attorney. pic.twitter.com/oG780mZMjU— Laura Jarrett (@LauraAJarrett) August 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
„Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30