„Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2018 16:49 Ron Johnson hefur áður þurft að draga í land með kenningar um samsæri gegn Trump forseta. Vísir/AFP Skilaboð sem tveir starfsmenn bandarísku alríkislögreglunnar FBI sendu sín á milli um áhuga Barack Obama, þáverandi forseta, á störfum þeirra vörðuð rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum en ekki á Hillary Clinton. Fjölmiðlar hliðhollir Trump ýjuðu sterklega að því síðarnefnda og Trump sjálfur kallaði skilaboðin „bombu“ í tísti. „NÝ FBI SKILABOÐ ERU BOMBA!“ tísti Trump í gær. Vísaði hann þar til fréttaflutnings hægrisinnaðra fjölmiðla eins og Fox News um textaskilaboð tveggja starfsmanna FBI sem mikið hefur verið fjallað um vestanhafs síðustu vikur. Mikla athygli vakti þegar Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar, fjarlægði Peter Strzok úr teymi sínu. Þá hafði Strzok orðið uppvís að því að hafa skipst á neikvæðum skilaboðum um Trump við Lisu Page, samstarfskonu hans, á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016. Strzok og Page áttu þá í leynilegu ástarsambandi. Skilaboðin hafa síðan verið gerð opinber. Í skilaboðum frá 1. september það ár vísaði Page til fundar hjá FBI vegna þess að Obama, þáverandi forseti, vildi „vita allt um það sem við erum að gera“. Strzok vann bæði við rannsóknina á Clinton og síðar Rússarannsóknina þar til hann var færður til í starfi. Trump fullyrti meðal annars að Strzok hefði framið „landráð“ með skilaboðunum í viðtali við Wall Street Journal á dögunum.Fréttin hrakin síðar sama dagFox News birti frétt upp úr skilaboðunum sem Ron Johnson, þingmaður repúblikana, opinberaði í skýrslu á þriðjudag. Johnson hélt því fram að skilaboðin sýndu mögulega að Obama hafi verið með puttana í rannsókn FBI á tölvupóstnotkun Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra. Trump hefur ítrekað fullyrt að ekki hafi verið allt með felldu í þeirri rannsókn og að Clinton ætti að vera í fangelsi.Mikið fár hefur skapast um skilaboð Peters Strzok við hjákonu sína Lisu Page árið 2016. Þá töluðu þau neikvætt um Trump en einnig fleiri frambjóðendur.Vísir/AFPFréttin fór svo sem eldur í sinu um hægrisinnaða fjölmiðla sem tala máli Trump. Fox virðist ekki hafa leitað eftir viðbrögðum frá Obama eða fyrrverandi starfsliði hans vegna fréttarinnar. Grundvöllur fréttar Fox brást síðar sama dag. Wall Street Journal sagði fyrst frá því að áhugi Obama á störfum FBI hafi beinst að rannsókn stofnunarinnar á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Álitsgjafar Fox héldu engu að síður áfram að ræða samsæriskenninguna áfram.Passar ekki við tímalínu atburðaCNN-fréttastöðin bendir á að Page sendi skilaboðin eftir að rannsókn FBI á tölvupóstum Clinton lauk en áður en hún var opnuð aftur í skamman tíma rétt fyrir kjördag. Þau voru aftur á móti send aðeins tveimur dögum áður en Obama gekk á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum. Fyrrverandi starfsmaður Obama segir kenninguna um að skilaboðin hafi tengst rannsókninni á Clinton „algera vitleysu“ sem passi ekki við tímalínu atburða. Heimildarmaður CNN sem tengist Strzok tekur undir að áhugi Obama hafi beinst að því sem FBI var að gera í afskiptum Rússa. Þá kemur fram í frétt CNN að þetta er ekki í fyrsta skipti sem samsæriskenning sem þingmaðurinn setur fram reynist reist á sandi. Skammt er síðan hann fullyrti að skilaboð Strzok og Page sýndu fram á „leynifélag“ hafi verið innan FBI sem ynni gegn Trump forseta. Johnson lagði þá kenningu á hilluna eftir að í ljós kom að skilaboðin sem hann túlkaði þannig hafi í raun snúist um dagatöl með myndum af Pútín Rússlandsforseta sem starfsmenn FBI skiptust á í gríni þegar Rússarannsóknin var á frumstigi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Sjá meira
Skilaboð sem tveir starfsmenn bandarísku alríkislögreglunnar FBI sendu sín á milli um áhuga Barack Obama, þáverandi forseta, á störfum þeirra vörðuð rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum en ekki á Hillary Clinton. Fjölmiðlar hliðhollir Trump ýjuðu sterklega að því síðarnefnda og Trump sjálfur kallaði skilaboðin „bombu“ í tísti. „NÝ FBI SKILABOÐ ERU BOMBA!“ tísti Trump í gær. Vísaði hann þar til fréttaflutnings hægrisinnaðra fjölmiðla eins og Fox News um textaskilaboð tveggja starfsmanna FBI sem mikið hefur verið fjallað um vestanhafs síðustu vikur. Mikla athygli vakti þegar Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar, fjarlægði Peter Strzok úr teymi sínu. Þá hafði Strzok orðið uppvís að því að hafa skipst á neikvæðum skilaboðum um Trump við Lisu Page, samstarfskonu hans, á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016. Strzok og Page áttu þá í leynilegu ástarsambandi. Skilaboðin hafa síðan verið gerð opinber. Í skilaboðum frá 1. september það ár vísaði Page til fundar hjá FBI vegna þess að Obama, þáverandi forseti, vildi „vita allt um það sem við erum að gera“. Strzok vann bæði við rannsóknina á Clinton og síðar Rússarannsóknina þar til hann var færður til í starfi. Trump fullyrti meðal annars að Strzok hefði framið „landráð“ með skilaboðunum í viðtali við Wall Street Journal á dögunum.Fréttin hrakin síðar sama dagFox News birti frétt upp úr skilaboðunum sem Ron Johnson, þingmaður repúblikana, opinberaði í skýrslu á þriðjudag. Johnson hélt því fram að skilaboðin sýndu mögulega að Obama hafi verið með puttana í rannsókn FBI á tölvupóstnotkun Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra. Trump hefur ítrekað fullyrt að ekki hafi verið allt með felldu í þeirri rannsókn og að Clinton ætti að vera í fangelsi.Mikið fár hefur skapast um skilaboð Peters Strzok við hjákonu sína Lisu Page árið 2016. Þá töluðu þau neikvætt um Trump en einnig fleiri frambjóðendur.Vísir/AFPFréttin fór svo sem eldur í sinu um hægrisinnaða fjölmiðla sem tala máli Trump. Fox virðist ekki hafa leitað eftir viðbrögðum frá Obama eða fyrrverandi starfsliði hans vegna fréttarinnar. Grundvöllur fréttar Fox brást síðar sama dag. Wall Street Journal sagði fyrst frá því að áhugi Obama á störfum FBI hafi beinst að rannsókn stofnunarinnar á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Álitsgjafar Fox héldu engu að síður áfram að ræða samsæriskenninguna áfram.Passar ekki við tímalínu atburðaCNN-fréttastöðin bendir á að Page sendi skilaboðin eftir að rannsókn FBI á tölvupóstum Clinton lauk en áður en hún var opnuð aftur í skamman tíma rétt fyrir kjördag. Þau voru aftur á móti send aðeins tveimur dögum áður en Obama gekk á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum. Fyrrverandi starfsmaður Obama segir kenninguna um að skilaboðin hafi tengst rannsókninni á Clinton „algera vitleysu“ sem passi ekki við tímalínu atburða. Heimildarmaður CNN sem tengist Strzok tekur undir að áhugi Obama hafi beinst að því sem FBI var að gera í afskiptum Rússa. Þá kemur fram í frétt CNN að þetta er ekki í fyrsta skipti sem samsæriskenning sem þingmaðurinn setur fram reynist reist á sandi. Skammt er síðan hann fullyrti að skilaboð Strzok og Page sýndu fram á „leynifélag“ hafi verið innan FBI sem ynni gegn Trump forseta. Johnson lagði þá kenningu á hilluna eftir að í ljós kom að skilaboðin sem hann túlkaði þannig hafi í raun snúist um dagatöl með myndum af Pútín Rússlandsforseta sem starfsmenn FBI skiptust á í gríni þegar Rússarannsóknin var á frumstigi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Sjá meira
Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30