Ólafur Kristjánsson náði í sinn fyrsta sigur sem þjálfari FH í kvöld þegar liðið mætti Keflavík í Fótbolta.net mótinu. Liðið hafði ekki unnið fyrstu fimm leiki sína undir stjórn Ólafs.
Grétar Snær Gunnarsson kom FH á bragðið snemma leiks með marki úr teignum eftir undirbúning Steven Lennon. Jeppe Hansen jafnaði metin fyrir Keflavík rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og því jafnt er liðin gengu til búningsherbergja.
Guðmundur Kristjánsson kom inn í hálfleik og þakkaði traustið með marki á 62. mínútu. Atli Viðar Björnsson innsiglaði svo 3-1 sigur FH á 75. mínútu.
FH endar riðlakeppnina með fjögur stig og er í þriðja sæti í riðli 2 í A deild mótsins, Keflavík endar á botni riðilsins án stiga. HK og Grindavík mætast á föstudaginn og tapi Grindavík með þremur mörkum eða meira fara þeir niður fyrir FH á markatölu.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá fotbolti.net.
Fyrsti sigur Ólafs með FH
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

