Bandaríkin beita refsiaðgerðum gegn rússneskum banka Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2018 15:46 Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum banka fyrir að hafa átt í viðskiptum við aðila frá Norður-Kóreu sem var á svörtum lista vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Agrosoyuz bankann hafa séð um „umfangsmikla greiðslu“ fyrir Han Jang-Su. Sá er yfirmaður stærsta erlenda banka Norður-Kóreu, sem rekinn er í Moskvu og gengur undir nafninu Foreign Trade Bank. „Bandaríkin munu áfram framfylgja refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna og koma í veg fyrir fjárstreymi til Norður-Kóreu,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í tilkynningu.Bandaríkjamenn kölluðu einnig eftir því að Han og öðrum yfirmanni FTB yrði vísað frá Rússlandi vegna ályktana öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur Wall Street Journal birt frétt um að þúsundir verkamanna frá Norður-Kóreu starfi nú í Rússlandi, í trássi við ályktanir öryggisráðsins. Vitnað er í gögn Innanríkisráðuneytis Rússlands, sem blaðamenn WSJ hafa komið höndum yfir.Rússar segja þó ekki rétt að nýjum verkamönnum hafi verið hleypt inn í landið. Þess í stað hafi verið að endurnýja atvinnuleyfi 3.500 aðila sem hafi komið til Rússlands fyrir 29. nóvember í fyrra, þegar umræddar refsiaðgerðir tóku gildi.WSJ segir þó að minnst 700 ný atvinnuleyfi hafi verið veitt á þessu ári og mun málið vera til rannsóknar innan Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að verkamenn frá Norður-Kóreu sendi um 150 til 300 milljónir dala heim frá Rússlandi á ári hverju. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. 12. júlí 2018 17:46 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum banka fyrir að hafa átt í viðskiptum við aðila frá Norður-Kóreu sem var á svörtum lista vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Agrosoyuz bankann hafa séð um „umfangsmikla greiðslu“ fyrir Han Jang-Su. Sá er yfirmaður stærsta erlenda banka Norður-Kóreu, sem rekinn er í Moskvu og gengur undir nafninu Foreign Trade Bank. „Bandaríkin munu áfram framfylgja refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna og koma í veg fyrir fjárstreymi til Norður-Kóreu,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í tilkynningu.Bandaríkjamenn kölluðu einnig eftir því að Han og öðrum yfirmanni FTB yrði vísað frá Rússlandi vegna ályktana öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur Wall Street Journal birt frétt um að þúsundir verkamanna frá Norður-Kóreu starfi nú í Rússlandi, í trássi við ályktanir öryggisráðsins. Vitnað er í gögn Innanríkisráðuneytis Rússlands, sem blaðamenn WSJ hafa komið höndum yfir.Rússar segja þó ekki rétt að nýjum verkamönnum hafi verið hleypt inn í landið. Þess í stað hafi verið að endurnýja atvinnuleyfi 3.500 aðila sem hafi komið til Rússlands fyrir 29. nóvember í fyrra, þegar umræddar refsiaðgerðir tóku gildi.WSJ segir þó að minnst 700 ný atvinnuleyfi hafi verið veitt á þessu ári og mun málið vera til rannsóknar innan Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að verkamenn frá Norður-Kóreu sendi um 150 til 300 milljónir dala heim frá Rússlandi á ári hverju.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. 12. júlí 2018 17:46 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. 12. júlí 2018 17:46