Fordæmalaus tillaga um að ESB refsi Ungverjum samþykkt Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2018 14:40 Rúmur meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu í Strasbourg greiddi tillögunni atkvæði sitt. Vísir/EPA Evrópuþingið samþykkti í dag fordæmalausar refsiaðgerðir gegn Ungverjalandi vegna brota á grunngildum Evrópusambandsins. Ástæðan er árásir ríkisstjórnar Viktors Orban forsætisráðherra á fjölmiðla, minnihlutahópa og réttarríkið.Breska ríkisútvarpið BBC segir að tveir af hverjum þremur Evrópuþingmönnum hafi greitt refsiaðgerðunum atkvæði sitt. Þetta er í fyrsta skipti sem tillaga af þessu tagi sem beinist að einu aðildarríkjanna er samþykkt. Leiðtogar aðildarríkjanna þurfa hins vegar að samþykkja tillöguna áður en sambandið beitir Ungverjalandi aðgerðum á grundvelli hennar. Ungverjar gætu verið sviptir atkvæðisrétti innan Evrópusambandsins ef tillagan hlýtur endanlegt samþykki. Ólíklegt er þó talið að það gerist. Ríkisstjórn Orban hefur rekið sérstaklega harða stefnu í innflytjendamálum. Þannig hafa stjórnvöld sett lög sem banna lögmönnum og aðgerðasinnum að aðstoða hælisleitendum á þeim forsendum að með því séu þeir að stuðla að „ólöglegum innflutningi fólks“. Þá eru ásakanir um mikla spillingu auk þess sem stjórnvöld setji þrýsting á dómskerfið og kosningakerfið. Evrópuþingið lýsti einnig áhyggjum af stöðu tjáningar-, fundar- og trúfrelsis í Ungverjalandi auk réttinda flóttamanna og minnihlutahópa eins og gyðinga og rómafólks. Orban hefur hafnað ásökunum Evrópuríkjanna. Kallar hann tillögu Evrópuþingsins „fjárkúgun“ og móðgun við Ungverjaland. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, kallaði samþykkt tillögunnar „ómerkilega hefnd“ stjórnmálamanna „sem styðja innflytjendur“. Evrópusambandið Ungverjaland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Orban vill banna kynjafræði Rökin eru að vinnuveitendur hafi ekki áhuga á kynjafræðingum. Andstæðingar Orban telja bannið hluta af herferð hans gegn þeim sem standa gegn íhaldsstefnu hans. 15. ágúst 2018 11:39 Ungverjar sagðir svelta hælisleitendur Mannréttindavaktin segir ríkisstjórnina neita hælisleitendum um mat til að fá þá til að draga áfrýjanir til baka. Mannréttindabaráttusamtök gagnrýna meðferðina og segja hana ómannúðlega. 23. ágúst 2018 06:30 Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33 Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30 Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Evrópuþingið samþykkti í dag fordæmalausar refsiaðgerðir gegn Ungverjalandi vegna brota á grunngildum Evrópusambandsins. Ástæðan er árásir ríkisstjórnar Viktors Orban forsætisráðherra á fjölmiðla, minnihlutahópa og réttarríkið.Breska ríkisútvarpið BBC segir að tveir af hverjum þremur Evrópuþingmönnum hafi greitt refsiaðgerðunum atkvæði sitt. Þetta er í fyrsta skipti sem tillaga af þessu tagi sem beinist að einu aðildarríkjanna er samþykkt. Leiðtogar aðildarríkjanna þurfa hins vegar að samþykkja tillöguna áður en sambandið beitir Ungverjalandi aðgerðum á grundvelli hennar. Ungverjar gætu verið sviptir atkvæðisrétti innan Evrópusambandsins ef tillagan hlýtur endanlegt samþykki. Ólíklegt er þó talið að það gerist. Ríkisstjórn Orban hefur rekið sérstaklega harða stefnu í innflytjendamálum. Þannig hafa stjórnvöld sett lög sem banna lögmönnum og aðgerðasinnum að aðstoða hælisleitendum á þeim forsendum að með því séu þeir að stuðla að „ólöglegum innflutningi fólks“. Þá eru ásakanir um mikla spillingu auk þess sem stjórnvöld setji þrýsting á dómskerfið og kosningakerfið. Evrópuþingið lýsti einnig áhyggjum af stöðu tjáningar-, fundar- og trúfrelsis í Ungverjalandi auk réttinda flóttamanna og minnihlutahópa eins og gyðinga og rómafólks. Orban hefur hafnað ásökunum Evrópuríkjanna. Kallar hann tillögu Evrópuþingsins „fjárkúgun“ og móðgun við Ungverjaland. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, kallaði samþykkt tillögunnar „ómerkilega hefnd“ stjórnmálamanna „sem styðja innflytjendur“.
Evrópusambandið Ungverjaland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Orban vill banna kynjafræði Rökin eru að vinnuveitendur hafi ekki áhuga á kynjafræðingum. Andstæðingar Orban telja bannið hluta af herferð hans gegn þeim sem standa gegn íhaldsstefnu hans. 15. ágúst 2018 11:39 Ungverjar sagðir svelta hælisleitendur Mannréttindavaktin segir ríkisstjórnina neita hælisleitendum um mat til að fá þá til að draga áfrýjanir til baka. Mannréttindabaráttusamtök gagnrýna meðferðina og segja hana ómannúðlega. 23. ágúst 2018 06:30 Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33 Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30 Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Ríkisstjórn Orban vill banna kynjafræði Rökin eru að vinnuveitendur hafi ekki áhuga á kynjafræðingum. Andstæðingar Orban telja bannið hluta af herferð hans gegn þeim sem standa gegn íhaldsstefnu hans. 15. ágúst 2018 11:39
Ungverjar sagðir svelta hælisleitendur Mannréttindavaktin segir ríkisstjórnina neita hælisleitendum um mat til að fá þá til að draga áfrýjanir til baka. Mannréttindabaráttusamtök gagnrýna meðferðina og segja hana ómannúðlega. 23. ágúst 2018 06:30
Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33
Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30
Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00