Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2018 15:03 El Shafee Elsheikh (til hægri) og Alexanda Kotey (til vinstri). Ekki er vitað hvenær myndirnar voru teknar en þær voru teknar eftir að þeir voru handsamaðir í janúar. Vísir/AFP Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. Frá þessu er greint á vef BBC en bréfi frá innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, til bandaríska dómsmálaráðherrans, Jeff Sessions, er varðar mál mannanna tveggja var lekið til breska blaðsins Telegraph. Mennirnir, þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, eru frá Vestur-Lonon en voru handsamaðir í Sýrlandi í janúar síðastliðnum. Kotey og Elsheikh voru hluti af alræmdum fjögurra manna hópi erlendra vígamanna ISIS, „Bítlunum,“ sem fékk það nafn vegna þess með hvaða hreim mennirnir töluðu.Segir ekki um stefnubreytingu að ræða Árum saman hefur Bretland krafist þess af stjórnvöldum í löndum þar sem dauðarefsing er við lýði að slík refsing sé ekki notuð í þeim málum þar sem bresk yfirvöld hafa veitt upplýsingar eða framselt grunaða einstaklinga. Í bréfinu segir Javid að hann sé þeirrar skoðunar að í þessu máli hnígi sterk rök til þess að krefjast ekki þess að dauðarefsingu verði ekki beitt. Hann segir þó þessa nálgun sína ekki vera merki um stefnubreytingu af hálfu breskra yfirvalda er varðar dauðarefsingar í Bandaríkjunum almennt. Að því er segir í frétt Sky News um málið afhjúpar bréf Javid þann ótta hans að bresk lög dugi ekki til svo sækja megi „Bítlana“ til saka. Bandarísku hryðjverkalögin gætu hins vegar dugað til. Talsmaður Theresu May, forsætisráðherra, segir hana vita af bréfinu og að ríkisstjórnin væri á móti dauðarefsingum undir öllum kringumstæðum. „Við viljum að mennirnir verði sóttir til saka hjá réttu dómsvaldi,“ sagði talsmaðurinn jafnframt. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45 Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. Frá þessu er greint á vef BBC en bréfi frá innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, til bandaríska dómsmálaráðherrans, Jeff Sessions, er varðar mál mannanna tveggja var lekið til breska blaðsins Telegraph. Mennirnir, þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, eru frá Vestur-Lonon en voru handsamaðir í Sýrlandi í janúar síðastliðnum. Kotey og Elsheikh voru hluti af alræmdum fjögurra manna hópi erlendra vígamanna ISIS, „Bítlunum,“ sem fékk það nafn vegna þess með hvaða hreim mennirnir töluðu.Segir ekki um stefnubreytingu að ræða Árum saman hefur Bretland krafist þess af stjórnvöldum í löndum þar sem dauðarefsing er við lýði að slík refsing sé ekki notuð í þeim málum þar sem bresk yfirvöld hafa veitt upplýsingar eða framselt grunaða einstaklinga. Í bréfinu segir Javid að hann sé þeirrar skoðunar að í þessu máli hnígi sterk rök til þess að krefjast ekki þess að dauðarefsingu verði ekki beitt. Hann segir þó þessa nálgun sína ekki vera merki um stefnubreytingu af hálfu breskra yfirvalda er varðar dauðarefsingar í Bandaríkjunum almennt. Að því er segir í frétt Sky News um málið afhjúpar bréf Javid þann ótta hans að bresk lög dugi ekki til svo sækja megi „Bítlana“ til saka. Bandarísku hryðjverkalögin gætu hins vegar dugað til. Talsmaður Theresu May, forsætisráðherra, segir hana vita af bréfinu og að ríkisstjórnin væri á móti dauðarefsingum undir öllum kringumstæðum. „Við viljum að mennirnir verði sóttir til saka hjá réttu dómsvaldi,“ sagði talsmaðurinn jafnframt.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45 Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45
Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56
Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55