Þingmenn í Svíþjóð hafa hafnað því að Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra og formanni Jafnaðarmannaflokksins, verði nýr forsætisráðherra. Alls kusu 200 þingmenn gegn því að Löfven yrði forsætisráðherra og einungis 116 veittu honum atkvæði sitt. Alls sátu 28 hjá en Löfven þurfti 175 atkvæði.
Löfven hafði lagt til ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja.
Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. Kosningar fóru fram þann 9. september og verður nú boðað til nýrra kosninga. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62.
Takist sænska þinginu ekki að samþykkja tillögu þingforseta um nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum þarf að boða til nýrra kosninga. Í byrjun nóvember hafnaði þingið tillögu þingforseta um Kristersson sem nýr forsætisráðherra. Hann sagðist vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata.
Forseti þingsins mun funda með formönnum allra flokka í dag. Þá er einnig hafinn undirbúningur fyrir nýjar kosningar, takist ekki að mynda ríkisstjórn í næstu tveimur tilraunum. Í tilkynningu sagði Andreas Norlén að hann myndi reyna að komast hjá því að boða til nýrra kosninga en mögulega væri það ómögulegt.
Sænska þingið hafnaði Löfven

Tengdar fréttir

Sænskir Jafnaðarmenn auka fylgi sitt í nýrri könnun
Sænski flokkarnir Jafnaðarmannaflokkurinn, Vinstriflokkurinn og Svíþjóðardemókratar bæta allir við sig fylgi í nýrri könnun sænsku Hagstofunnar (SCB) miðað við úrslit þingkosninganna í september.

Munu greiða atkvæði um Löfven sem forsætisráðherra
Sænski þingforsetinn hefur tilnefnt Stefan Löfven, formann Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, sem næsta forsætisráðherra landsins.

Lööf hyggst greiða atkvæði gegn Löfven
Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert gengur að ná saman um nýja ríkisstjórn.

Annie Lööf gefst upp
Formaður sænska Miðflokksins segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins.