Fótbolti

Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það var blátt loft í Laugardalnum í kvöld.
Það var blátt loft í Laugardalnum í kvöld. Vísir/Vilhelm
Íslenska landsliðið kvaddi þjóðina á Laugardalsvelli í kvöld þegar strákarnir okkar gerðu 2-2 jafntefli gegn Gana í síðasta leiknum fyrir HM í Rússlandi sem hefst í næstu viku.

Liðíð spilaði glimrandi vel í fyrri hálfleik og var með verðskuldaða 2-0 forystu með mörkum þeirra Kára Árnasonar og Alfreðs Finnbogasonar. En strákarnir gáfu eftir í síðari hálfleik og niðurstaðan var 2-2 jafntefli, sem fyrr segir.

Íslenski hópurinn heldur utan til Rússlands á laugardagsmorgun og verður Vísir með í för frá fyrsta degi.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á vellinum í kvöld og tók myndirnar hér fyrir neðan.

vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

Hannes: Við erum hundsvekktir

Hannes Þór Halldórsson fagnaði því að komast heill í gegnum leikinn eftir að hafa misst af síðasta landsleik vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×