Einkunnir Íslands: Stjarna Gylfa Þórs skein skærast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. júní 2018 22:10 Gylfi Þór fagnar í leiknum gegn Noregi. vísir/vilhelm Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. Einu sinni sem oftar er Gylfi Þór Sigurðsson besti maður íslenska liðsins en það var frábært að sjá hvað hann lítur vel út þó svo hann sé búinn að vera lengi frá vegna meiðsla. Hálfleikarnir í leiknum voru auðvitað eins og svart og hvítt og fáir áberandi góðir í seinni hálfleik.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson - 7 Reyndi lítið á hann framan af. Gat lítið gert við mörkunum.Hólmar Örn Eyjólfsson - 6 Í nýrri stöðu. Stóð sína plikt varnarlega vel en gerði lítið fram á við. Þekkti sín takmörk.Kári Árnason - 7 Traustur lengstum og skoraði fínt mark. Svaf aðeins á verðinum í seinna marki Ganverja.Ragnar Sigurðsson - 7 Svolítið kærulaus á stundum og tefldi á tæpasta vað. Slapp þó allt fyrir horn.Ari Freyr Skúlason - 7 Mjög traustur í vörninni og reyndi sitt fram á við. Minnti þjálfarann á að honum er enn treystandi í liðið.Jóhann Berg Guðmundsson - 7 Virkilega sprækur í fyrri hálfleik og mikill kraftur í honum. Gaf svo eftir líkt og aðrir.Gylfi Þór Sigurðsson - 9 Gylfi var eins og kóngur í ríki sínu í fyrri hálfleik. Gæðin hreinlega láku af honum og ljóst að hann er miklu meira en til í slaginn fyrir HM.Emil Hallfreðsson - 6 Þekkir sín takmörk vel á miðjunni og reynir að gera hlutina einfalt. Gerði ein slæm mistök sem gefðu getað kostað mark.Birkir Bjarnason - 7 Virkilega líflegur framan af, sterkur á öllum sviðum og með góð hlaup í svæði. Virkar í fínu standi fyrir HM.Björn Bergmann Sigurðarson - 7 Hrikalega duglegur og veður af krafti í alla bolta. Vantar aðeins upp á að gera meira með boltann.Alfreð Finnbogason - 7 Duglegur frammi og skoraði flott framherjamark. Nákvæmlega það sem hann þurfti á að halda fyrir HM.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) - 6 Djöflaðist eins og honum einum var lagið en vorkunn að koma inn í þennan lélega seinni hálfleik.Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 67. mínútu) - 6 Hafði úr litlu að moða enda Ísland lítið með boltann.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 76. mínútu)Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 88. mínútu)Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 90. mínútu) HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Ganverjar stigu dans fyrir utan Laugardalsvöll | Myndband Glæsilegur hópur kvenna frá Gana dansaði og söng fyrir utan Laugardalsvöllinn. 7. júní 2018 19:27 Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira
Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. Einu sinni sem oftar er Gylfi Þór Sigurðsson besti maður íslenska liðsins en það var frábært að sjá hvað hann lítur vel út þó svo hann sé búinn að vera lengi frá vegna meiðsla. Hálfleikarnir í leiknum voru auðvitað eins og svart og hvítt og fáir áberandi góðir í seinni hálfleik.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson - 7 Reyndi lítið á hann framan af. Gat lítið gert við mörkunum.Hólmar Örn Eyjólfsson - 6 Í nýrri stöðu. Stóð sína plikt varnarlega vel en gerði lítið fram á við. Þekkti sín takmörk.Kári Árnason - 7 Traustur lengstum og skoraði fínt mark. Svaf aðeins á verðinum í seinna marki Ganverja.Ragnar Sigurðsson - 7 Svolítið kærulaus á stundum og tefldi á tæpasta vað. Slapp þó allt fyrir horn.Ari Freyr Skúlason - 7 Mjög traustur í vörninni og reyndi sitt fram á við. Minnti þjálfarann á að honum er enn treystandi í liðið.Jóhann Berg Guðmundsson - 7 Virkilega sprækur í fyrri hálfleik og mikill kraftur í honum. Gaf svo eftir líkt og aðrir.Gylfi Þór Sigurðsson - 9 Gylfi var eins og kóngur í ríki sínu í fyrri hálfleik. Gæðin hreinlega láku af honum og ljóst að hann er miklu meira en til í slaginn fyrir HM.Emil Hallfreðsson - 6 Þekkir sín takmörk vel á miðjunni og reynir að gera hlutina einfalt. Gerði ein slæm mistök sem gefðu getað kostað mark.Birkir Bjarnason - 7 Virkilega líflegur framan af, sterkur á öllum sviðum og með góð hlaup í svæði. Virkar í fínu standi fyrir HM.Björn Bergmann Sigurðarson - 7 Hrikalega duglegur og veður af krafti í alla bolta. Vantar aðeins upp á að gera meira með boltann.Alfreð Finnbogason - 7 Duglegur frammi og skoraði flott framherjamark. Nákvæmlega það sem hann þurfti á að halda fyrir HM.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) - 6 Djöflaðist eins og honum einum var lagið en vorkunn að koma inn í þennan lélega seinni hálfleik.Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 67. mínútu) - 6 Hafði úr litlu að moða enda Ísland lítið með boltann.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 76. mínútu)Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 88. mínútu)Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 90. mínútu)
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Ganverjar stigu dans fyrir utan Laugardalsvöll | Myndband Glæsilegur hópur kvenna frá Gana dansaði og söng fyrir utan Laugardalsvöllinn. 7. júní 2018 19:27 Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50
Ganverjar stigu dans fyrir utan Laugardalsvöll | Myndband Glæsilegur hópur kvenna frá Gana dansaði og söng fyrir utan Laugardalsvöllinn. 7. júní 2018 19:27