Einkunnir Íslands: Stjarna Gylfa Þórs skein skærast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. júní 2018 22:10 Gylfi Þór fagnar í leiknum gegn Noregi. vísir/vilhelm Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. Einu sinni sem oftar er Gylfi Þór Sigurðsson besti maður íslenska liðsins en það var frábært að sjá hvað hann lítur vel út þó svo hann sé búinn að vera lengi frá vegna meiðsla. Hálfleikarnir í leiknum voru auðvitað eins og svart og hvítt og fáir áberandi góðir í seinni hálfleik.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson - 7 Reyndi lítið á hann framan af. Gat lítið gert við mörkunum.Hólmar Örn Eyjólfsson - 6 Í nýrri stöðu. Stóð sína plikt varnarlega vel en gerði lítið fram á við. Þekkti sín takmörk.Kári Árnason - 7 Traustur lengstum og skoraði fínt mark. Svaf aðeins á verðinum í seinna marki Ganverja.Ragnar Sigurðsson - 7 Svolítið kærulaus á stundum og tefldi á tæpasta vað. Slapp þó allt fyrir horn.Ari Freyr Skúlason - 7 Mjög traustur í vörninni og reyndi sitt fram á við. Minnti þjálfarann á að honum er enn treystandi í liðið.Jóhann Berg Guðmundsson - 7 Virkilega sprækur í fyrri hálfleik og mikill kraftur í honum. Gaf svo eftir líkt og aðrir.Gylfi Þór Sigurðsson - 9 Gylfi var eins og kóngur í ríki sínu í fyrri hálfleik. Gæðin hreinlega láku af honum og ljóst að hann er miklu meira en til í slaginn fyrir HM.Emil Hallfreðsson - 6 Þekkir sín takmörk vel á miðjunni og reynir að gera hlutina einfalt. Gerði ein slæm mistök sem gefðu getað kostað mark.Birkir Bjarnason - 7 Virkilega líflegur framan af, sterkur á öllum sviðum og með góð hlaup í svæði. Virkar í fínu standi fyrir HM.Björn Bergmann Sigurðarson - 7 Hrikalega duglegur og veður af krafti í alla bolta. Vantar aðeins upp á að gera meira með boltann.Alfreð Finnbogason - 7 Duglegur frammi og skoraði flott framherjamark. Nákvæmlega það sem hann þurfti á að halda fyrir HM.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) - 6 Djöflaðist eins og honum einum var lagið en vorkunn að koma inn í þennan lélega seinni hálfleik.Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 67. mínútu) - 6 Hafði úr litlu að moða enda Ísland lítið með boltann.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 76. mínútu)Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 88. mínútu)Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 90. mínútu) HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Ganverjar stigu dans fyrir utan Laugardalsvöll | Myndband Glæsilegur hópur kvenna frá Gana dansaði og söng fyrir utan Laugardalsvöllinn. 7. júní 2018 19:27 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Sjá meira
Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. Einu sinni sem oftar er Gylfi Þór Sigurðsson besti maður íslenska liðsins en það var frábært að sjá hvað hann lítur vel út þó svo hann sé búinn að vera lengi frá vegna meiðsla. Hálfleikarnir í leiknum voru auðvitað eins og svart og hvítt og fáir áberandi góðir í seinni hálfleik.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson - 7 Reyndi lítið á hann framan af. Gat lítið gert við mörkunum.Hólmar Örn Eyjólfsson - 6 Í nýrri stöðu. Stóð sína plikt varnarlega vel en gerði lítið fram á við. Þekkti sín takmörk.Kári Árnason - 7 Traustur lengstum og skoraði fínt mark. Svaf aðeins á verðinum í seinna marki Ganverja.Ragnar Sigurðsson - 7 Svolítið kærulaus á stundum og tefldi á tæpasta vað. Slapp þó allt fyrir horn.Ari Freyr Skúlason - 7 Mjög traustur í vörninni og reyndi sitt fram á við. Minnti þjálfarann á að honum er enn treystandi í liðið.Jóhann Berg Guðmundsson - 7 Virkilega sprækur í fyrri hálfleik og mikill kraftur í honum. Gaf svo eftir líkt og aðrir.Gylfi Þór Sigurðsson - 9 Gylfi var eins og kóngur í ríki sínu í fyrri hálfleik. Gæðin hreinlega láku af honum og ljóst að hann er miklu meira en til í slaginn fyrir HM.Emil Hallfreðsson - 6 Þekkir sín takmörk vel á miðjunni og reynir að gera hlutina einfalt. Gerði ein slæm mistök sem gefðu getað kostað mark.Birkir Bjarnason - 7 Virkilega líflegur framan af, sterkur á öllum sviðum og með góð hlaup í svæði. Virkar í fínu standi fyrir HM.Björn Bergmann Sigurðarson - 7 Hrikalega duglegur og veður af krafti í alla bolta. Vantar aðeins upp á að gera meira með boltann.Alfreð Finnbogason - 7 Duglegur frammi og skoraði flott framherjamark. Nákvæmlega það sem hann þurfti á að halda fyrir HM.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) - 6 Djöflaðist eins og honum einum var lagið en vorkunn að koma inn í þennan lélega seinni hálfleik.Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 67. mínútu) - 6 Hafði úr litlu að moða enda Ísland lítið með boltann.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 76. mínútu)Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 88. mínútu)Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 90. mínútu)
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Ganverjar stigu dans fyrir utan Laugardalsvöll | Myndband Glæsilegur hópur kvenna frá Gana dansaði og söng fyrir utan Laugardalsvöllinn. 7. júní 2018 19:27 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50
Ganverjar stigu dans fyrir utan Laugardalsvöll | Myndband Glæsilegur hópur kvenna frá Gana dansaði og söng fyrir utan Laugardalsvöllinn. 7. júní 2018 19:27