Gylfi Þór: Verð í toppstandi þegar HM byrjar Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. júní 2018 22:34 Gylfi Þór Sigurðsson hóf leik á miðjunni í kvöld þegar íslenska landsliðið gerði 2-2 jafntefli við Ganverja í síðasta vináttuleiknum í undirbúningnum fyrir HM í Rússlandi. Íslenska þjóðin hefur haft miklar áhyggjur af líkamlegri heilsu Gylfa Þórs enda hefur hann verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur. Hann er allur að koma til og kveðst sannfærður um að hann verði fullkomlega klár í slaginn þegar flautað verður til leiks í Rússlandi. „Heilsan er mjög góð. Mér líður bara fínt. Ég er svolítið þreyttur en bara í fínum málum. Þetta var frekar hægur leikur en formið er ágætt. Ég næ að æfa í viku í viðbót og verð þá í toppstandi,“ sagði Gylfi eftir leikinn í kvöld. Gylfi segir að mikill munur hafi verið á spilamennsku íslenska liðsins á milli hálfleika og telur það eiga sér eðlilegar skýringar. „Það var mjög dauft yfir okkur í seinni hálfleik og allt mjög hægt. Menn voru kannski að halda aftur af sér; hræddir um tæklingar og meiðsli þegar það er svona stutt í mót. Við vorum fínir í fyrri hálfleik en langt frá okkar besta í síðari hálfleik.“ „Við spiluðum bara mjög vel í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikla hættu fram á við og leyfðum þeim mjög lítið. Við vorum þéttir til baka. Svo var þetta allt öðruvísi í síðari hálfleik,“ Íslenska liðið tapaði fyrir Noregi á dögunum en Gylfi segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Ganverjar eru betri tæknilega og eru sóknarsinnaðri. Þeir eru ekki jafn góðir varnarlega og þó þeir séu mjög sterkir líkamlega eru þeir ekki jafn harðir og Norðmenn. Þetta var fínn undirbúningur. Við náðum að spila á mörgum leikmönnum og margir fengu sénsinn. Ég held að það séu allir heilir svo þetta var bara fín vika,“ sagði Gylfi í viðtali við Arnar Björnsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson hóf leik á miðjunni í kvöld þegar íslenska landsliðið gerði 2-2 jafntefli við Ganverja í síðasta vináttuleiknum í undirbúningnum fyrir HM í Rússlandi. Íslenska þjóðin hefur haft miklar áhyggjur af líkamlegri heilsu Gylfa Þórs enda hefur hann verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur. Hann er allur að koma til og kveðst sannfærður um að hann verði fullkomlega klár í slaginn þegar flautað verður til leiks í Rússlandi. „Heilsan er mjög góð. Mér líður bara fínt. Ég er svolítið þreyttur en bara í fínum málum. Þetta var frekar hægur leikur en formið er ágætt. Ég næ að æfa í viku í viðbót og verð þá í toppstandi,“ sagði Gylfi eftir leikinn í kvöld. Gylfi segir að mikill munur hafi verið á spilamennsku íslenska liðsins á milli hálfleika og telur það eiga sér eðlilegar skýringar. „Það var mjög dauft yfir okkur í seinni hálfleik og allt mjög hægt. Menn voru kannski að halda aftur af sér; hræddir um tæklingar og meiðsli þegar það er svona stutt í mót. Við vorum fínir í fyrri hálfleik en langt frá okkar besta í síðari hálfleik.“ „Við spiluðum bara mjög vel í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikla hættu fram á við og leyfðum þeim mjög lítið. Við vorum þéttir til baka. Svo var þetta allt öðruvísi í síðari hálfleik,“ Íslenska liðið tapaði fyrir Noregi á dögunum en Gylfi segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Ganverjar eru betri tæknilega og eru sóknarsinnaðri. Þeir eru ekki jafn góðir varnarlega og þó þeir séu mjög sterkir líkamlega eru þeir ekki jafn harðir og Norðmenn. Þetta var fínn undirbúningur. Við náðum að spila á mörgum leikmönnum og margir fengu sénsinn. Ég held að það séu allir heilir svo þetta var bara fín vika,“ sagði Gylfi í viðtali við Arnar Björnsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50
Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18