Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2018 10:05 Grenell var áður talsmaður sendinefndar Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar og er enn samningsbundinn Fox-sjónvarpsstöðinni sem álitsgjafi. Vísir/EPA Kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta hefur reynst vatn á myllu hægrisinnaðra andófshreyfinga í Evrópu. Sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hefur vakið athygli fyrir að segjast vilja efla slíkar hreyfingar í viðtali við bandaríska hægriöfgavefsíðu. Andúð á innflytjendum ásamt orðræðu gegn ríkjandi öflum var rauði þráðurinn í þeirri pólitísku sýn sem Trump boðaði í kosningabaráttu sinni og eftir að hann varð forseti. Evrópskum flokkum með svipaðar áherslu hefur vaxið ásmegin víða í Evópu undanfarið. Þannig kusu til dæmis Slóvenar popúlístaflokkinn SDS sem er andsnúinn innflytjendum til valda í kosningum í gær. Á Ítalíu hefur verið mynduð ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna. „Það er fjöldi íhaldsmanna um alla Evrópu sem hefur haft samband við mig til að segja að þeim finnist endurnýjun í gangi,“ sagði Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, við Breitbart, bandaríska öfgahægrivefsíðu.Óvenjuleg ummæli sendiherra Í viðtalinu lýsti Grenell hvernig hann vildi efla þessar popúlísku og íhaldssömu hreyfingar í álfunni. Lofaði hann meðal annars Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, sem sendiherrann lýsti sem „rokkstjörnu“. Íhaldsmaðurinn Kurz er í ríkisstjórnarsamstarfi við öfgahægriflokkinn Frelsisflokkinn. Ummæli Grenell þykja afar óvenjuleg fyrir sendiherra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður demókrata sem á sæti í utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings, segir viðtal Grenell „hræðilegt“. Grenell hefði lofað honum að hann myndi halda sig utan við stjórnmál þegar hann tæki við sem sendiherra. Murphy segir að sendiherrar eigi ekki að „efla“ neina erlenda stjórnmálaflokka. Grenell tók við sendiherrastöðinni í byrjun maí en hann var skipaður af Trump forseta. Hans fyrsta verk var að virðast hóta gestgjöfum sínum með viðskiptaþvingunum í tengslum við kjarnorkusamninginn við Íran. „Eins og Donald Trump sagði, refsiaðgerðir Bandaríkjanna munu beinast að mikilvægum hlutum hagkerfis Írans. Þýsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum í Íran ættu að hætta þeim aðgerðum nú þegar,“ tísti Grenell á fyrsta degi sínum í embættinu. Tístið féll í grýttan jarðveg hjá þýskum yfirvöldum og almenningi. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira
Kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta hefur reynst vatn á myllu hægrisinnaðra andófshreyfinga í Evrópu. Sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hefur vakið athygli fyrir að segjast vilja efla slíkar hreyfingar í viðtali við bandaríska hægriöfgavefsíðu. Andúð á innflytjendum ásamt orðræðu gegn ríkjandi öflum var rauði þráðurinn í þeirri pólitísku sýn sem Trump boðaði í kosningabaráttu sinni og eftir að hann varð forseti. Evrópskum flokkum með svipaðar áherslu hefur vaxið ásmegin víða í Evópu undanfarið. Þannig kusu til dæmis Slóvenar popúlístaflokkinn SDS sem er andsnúinn innflytjendum til valda í kosningum í gær. Á Ítalíu hefur verið mynduð ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna. „Það er fjöldi íhaldsmanna um alla Evrópu sem hefur haft samband við mig til að segja að þeim finnist endurnýjun í gangi,“ sagði Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, við Breitbart, bandaríska öfgahægrivefsíðu.Óvenjuleg ummæli sendiherra Í viðtalinu lýsti Grenell hvernig hann vildi efla þessar popúlísku og íhaldssömu hreyfingar í álfunni. Lofaði hann meðal annars Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, sem sendiherrann lýsti sem „rokkstjörnu“. Íhaldsmaðurinn Kurz er í ríkisstjórnarsamstarfi við öfgahægriflokkinn Frelsisflokkinn. Ummæli Grenell þykja afar óvenjuleg fyrir sendiherra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður demókrata sem á sæti í utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings, segir viðtal Grenell „hræðilegt“. Grenell hefði lofað honum að hann myndi halda sig utan við stjórnmál þegar hann tæki við sem sendiherra. Murphy segir að sendiherrar eigi ekki að „efla“ neina erlenda stjórnmálaflokka. Grenell tók við sendiherrastöðinni í byrjun maí en hann var skipaður af Trump forseta. Hans fyrsta verk var að virðast hóta gestgjöfum sínum með viðskiptaþvingunum í tengslum við kjarnorkusamninginn við Íran. „Eins og Donald Trump sagði, refsiaðgerðir Bandaríkjanna munu beinast að mikilvægum hlutum hagkerfis Írans. Þýsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum í Íran ættu að hætta þeim aðgerðum nú þegar,“ tísti Grenell á fyrsta degi sínum í embættinu. Tístið féll í grýttan jarðveg hjá þýskum yfirvöldum og almenningi.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira