Einn umdeildasti og afkastamesti embættismaður Trump hættur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2018 20:10 Donald Trump og Scott Pruitt meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter í kvöld.Pruitt var einn dyggasti embættismaður Trump og var gjarnan nefndur afkastamesti embættismaður hans þar sem honum hafði orðið mest ágengt allra við að framfylgja stefnu Trump um afregluvæðingu.Athygli vakti þegar Pruitt var skipaður forstjóri stofnunarinnar enda hefur hann lengi verið áberandi afneitari loftlagsvísinda, auk þess að sem forstjóri stofnunarinnar gekk hann hart fram við að afnema reglur sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda loft og vatn í Bandaríkjunum fyrir eiturefnum.I have accepted the resignation of Scott Pruitt as the Administrator of the Environmental Protection Agency. Within the Agency Scott has done an outstanding job, and I will always be thankful to him for this. The Senate confirmed Deputy at EPA, Andrew Wheeler, will...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 5, 2018 Þá gegndi hann lykilhlutverki í að fá Trump til þess að efna kosningaloforð sitt um að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum um loftslagsmál. Var hann í miklu uppáhaldi hjá Trump og var hann fyrr á árinu orðaður við embætti dómsmálaráðherra þegar verulega hitnaði undir sæti ráðherrans Jeff Sessions. Framtíð Pruitt er hins vegar ráðinn eftir röð hneykslismála sem eru sögð hafa reynt á þolinmæði Hvíta hússins með þessum annars dygga þjóni Trump. Donald Trump er búinn að segja bless við Scott Pruitt.Vísir/epaÍ frétt New York Times segir að Trump hafi gefist upp á Pruitt eftir að hafa varið hann mánuðum saman, á sama tíma og ráðgjafar Trump lögðu hart að Trump að reka Pruitt. Er hann viðfangsefni minnst 13 rannsókna alríkisyfirvalda í Bandaríkjunum. Hefur Pruitt verið gjarn á að fljúga með einkaflugvélum eða á fyrsta farrými og gista á lúxushótelum. Bar hann meðal annars fyrir sig öryggissjónarmið til að réttlæta að hann þyrfti að fljúga á fyrsta farrými. Ferðir Pruitt hafa einnig kostað bandaríska skattgreiðendur skildinginn vegna teymis öryggisvarða sem hann ferðast með öllum stundum. Á meðal ferða Pruitt var ein til Marokkó sem hafði þann eina tilgang að tala fyrir útflutningi á jarðgasi frá Bandaríkjunum, nokkuð sem væri alla jafna ekki í verkahring forstjóra Umhverfisstofnunarinnar. Þá vakti athygli að á meðal fyrstu verka Pruitt var að láta koma fyrir hljóðeinangruðum klefa á skrifstofu sinni í höfuðstöðvum EPA sem kostaði tugi þúsunda dollara. „Það er bara hvert málið á fætur öðru hjá þessum náunga,“ er Trump sagður hafa sagt um Pruitt samkvæmt frétt New York Times. Trump staðfesti á Twitter að næstráðandi Pruitt, Andrew Wheeler, muni gegna embætti forstjóra Umhverfistofnunarinnar tímabundið á meðan skipað verður í starfið á nýju. Wheeler starfaði áður sem talsmaður hagsmunaðila í kolaiðnaðinum og er sagður deila ástríðu Pruitt fyrir að afnema reglur sem taki á loftslagsbreytingum...on Monday assume duties as the acting Administrator of the EPA. I have no doubt that Andy will continue on with our great and lasting EPA agenda. We have made tremendous progress and the future of the EPA is very bright! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 5, 2018 Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter í kvöld.Pruitt var einn dyggasti embættismaður Trump og var gjarnan nefndur afkastamesti embættismaður hans þar sem honum hafði orðið mest ágengt allra við að framfylgja stefnu Trump um afregluvæðingu.Athygli vakti þegar Pruitt var skipaður forstjóri stofnunarinnar enda hefur hann lengi verið áberandi afneitari loftlagsvísinda, auk þess að sem forstjóri stofnunarinnar gekk hann hart fram við að afnema reglur sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda loft og vatn í Bandaríkjunum fyrir eiturefnum.I have accepted the resignation of Scott Pruitt as the Administrator of the Environmental Protection Agency. Within the Agency Scott has done an outstanding job, and I will always be thankful to him for this. The Senate confirmed Deputy at EPA, Andrew Wheeler, will...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 5, 2018 Þá gegndi hann lykilhlutverki í að fá Trump til þess að efna kosningaloforð sitt um að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum um loftslagsmál. Var hann í miklu uppáhaldi hjá Trump og var hann fyrr á árinu orðaður við embætti dómsmálaráðherra þegar verulega hitnaði undir sæti ráðherrans Jeff Sessions. Framtíð Pruitt er hins vegar ráðinn eftir röð hneykslismála sem eru sögð hafa reynt á þolinmæði Hvíta hússins með þessum annars dygga þjóni Trump. Donald Trump er búinn að segja bless við Scott Pruitt.Vísir/epaÍ frétt New York Times segir að Trump hafi gefist upp á Pruitt eftir að hafa varið hann mánuðum saman, á sama tíma og ráðgjafar Trump lögðu hart að Trump að reka Pruitt. Er hann viðfangsefni minnst 13 rannsókna alríkisyfirvalda í Bandaríkjunum. Hefur Pruitt verið gjarn á að fljúga með einkaflugvélum eða á fyrsta farrými og gista á lúxushótelum. Bar hann meðal annars fyrir sig öryggissjónarmið til að réttlæta að hann þyrfti að fljúga á fyrsta farrými. Ferðir Pruitt hafa einnig kostað bandaríska skattgreiðendur skildinginn vegna teymis öryggisvarða sem hann ferðast með öllum stundum. Á meðal ferða Pruitt var ein til Marokkó sem hafði þann eina tilgang að tala fyrir útflutningi á jarðgasi frá Bandaríkjunum, nokkuð sem væri alla jafna ekki í verkahring forstjóra Umhverfisstofnunarinnar. Þá vakti athygli að á meðal fyrstu verka Pruitt var að láta koma fyrir hljóðeinangruðum klefa á skrifstofu sinni í höfuðstöðvum EPA sem kostaði tugi þúsunda dollara. „Það er bara hvert málið á fætur öðru hjá þessum náunga,“ er Trump sagður hafa sagt um Pruitt samkvæmt frétt New York Times. Trump staðfesti á Twitter að næstráðandi Pruitt, Andrew Wheeler, muni gegna embætti forstjóra Umhverfistofnunarinnar tímabundið á meðan skipað verður í starfið á nýju. Wheeler starfaði áður sem talsmaður hagsmunaðila í kolaiðnaðinum og er sagður deila ástríðu Pruitt fyrir að afnema reglur sem taki á loftslagsbreytingum...on Monday assume duties as the acting Administrator of the EPA. I have no doubt that Andy will continue on with our great and lasting EPA agenda. We have made tremendous progress and the future of the EPA is very bright! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 5, 2018
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00
Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07
Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19