Sergio Aguero stal sigrinum fyrir Manchester City gegn Bristol City í undanúrslitum enska deildarbikarsins í fótbolta.
Fyrri hálfleikur leiksins var stórkostleg skemmtun og var ekki að sjá að þarna væri 1. deildar lið að mæta liði sem er líklegast besta félagslið í heimi í dag.
Bæði lið sóttu og áttu fjölmörg tækifæri. Það vantaði herslumuninn hjá Bristol og Manchester City náði ekki að nýta sér marktækifæri sem hefðu á flestum dögum dottið með þeim.
Á síðustu mínútum hálfleiksins sótti Bristol að marki City og John Stones felldi Bobby Reid innan vítateigs og fékk dæmda á sig vítaspyrnu. Reid fór sjálfur á punktinn og skoraði framhjá Claudio Bravo í markinu.
Gestirnir frá Bristol fóru með óvænta 1-0 forystu inn til búningsherbergja á Etihad vellinum.
Heimamenn hafa fengið þokkalegan reiðilestur frá Pep Guardiola í leikhléi og var Bristol undir pressu nærri allan seinni hálfleikinn. Kevin de Bruyne var ekki lengi að jafna leikinn, en hann gerði það með skoti af stuttu færi á 55. mínútu.
Bristol-menn gerðu þó vel í því að verjast áhlaupum City og leit allt út fyrir að leikurinn endaði með jafntefli þegar Argentínumaðurinn Sergiio Aguero skoraði á síðustu mínútu uppbótartímans, en hann hafði komið inn sem varamaður á 70. mínútu.
Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Bristol en þurfti að víkja fyrir Liam Walsh á 72. mínútu.
Seinni leikur liðanna fer fram eftir tvær vikur, og myndi 1-0 sigur Bristol þar tryggja þeim sæti í úrslitunum á marki á útivelli.
Aguero tryggði City sigur í uppbótartíma
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn



Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti

Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti


Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn