

Öryggisvörður Emmanuel Macron Frakklandsforseta var færður í varðhald í morgun eftir að myndband af honum birtist í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann sést beita tvo mótmælendur ofbeldi í einkennisklæðum lögreglumanns.
Alexandre Benalla, Fyrrverandi öryggisvörður og aðstoðarmaður Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur verið ákærður fyrir ofbeldi, ólöglegan burð lögreglumerkis og þrjá aðra glæpi.
Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið.
Innanríkisráðherra Frakka sagði það ekki í sínum verkahring að upplýsa saksóknara um meint brot yfirmanns öryggismála hjá forsetanum. Sagði einungis forseta og lögreglu frá málinu. Macron forseti hefur enn ekki tjáð sig um málið en fyrirskipaði uppstokkun í starfsliði sínu.