ÍR sótti sigur á Selfoss Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. maí 2018 15:56 Andri Jónasson, til vinstri, lagði upp seinna mark ÍR í dag. vísir ÍR náði í sín fyrstu stig í Inkasso deild karla í fóbolta í dag þegar liðið sótti sigur á Selfoss. HK og Víkingur Ó. skildu jöfn í Kórnum. Færin voru ekki mörg í fyrri hálfleik á Selfossi en gestunum úr Breiðholti tókst að pota inn marki á loka sekúndum hálfleiksins þegar Björgvin Stefán Pétursson fékk boltann í fæturna eftir darraðadans í teignum og skilaði honum í autt markið. Selfyssingar byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og áttu gott færi strax á fyrstu mínútunum en skot Kenan Turudija fór í varnarmann ÍR. Heimamenn sóttu meira í seinni hálfleiknum, enda þurftu þeir á marki að halda, en ÍR bætti öðru marki við eftir frábæra skyndisókn. Andri Jónasson átti góða fyrirgjöf inn frá hægri og Guðfinnur Þórir Ómarsson skoraði framhjá Stefáni Loga Magnússyni í markinu. Fleiri urðu mörkin ekki og 2-0 sigur Breiðhyltinga staðreynd. Ólsarar, sem unnu einmitt ÍR í fyrstu umferðinni, sóttu HK heim í Kórinn og byrjaði leikurinn þar af krafti með mikilli baráttu án þess að skapa sér afgerandi færi. Heimamenn í HK komust yfir eftir hálftíma leik eftir skyndisókn upp úr horni Víkings. Brynjar Jónasson, bróðir Andra sem lagði upp seinna mark ÍR, setti boltann fyrir þar sem Kári Pétursson skallaði boltann í markið. Það tók gestina þó aðeins átta mínútur að jafna leikinn. Gonzalo Zamorano skoraði þá með því að fylgja eftir vörslu Arnars Freys Ólafssonar frá Kwame Quee. Jafnt var þegar liðiðn gengu til hálfleiks. HK fékk gullið tækifæri til þess að komast aftur yfir í seinni hálfleik þegar víti var dæmt á 67. mínútu. Bjarni Gunnarsson skaut hins vegar í stöngina. Bæði lið börðust af krafti það sem eftir lifði en komu boltanum ekki í netið, 1-1 jafntefli niðurstaðan. ÍR stekkur með sigrinum upp í sjötta sætið með þrjú stig. HK og Víkingur eru bæði komin með fjögur stig. Einn leikur er þó eftir af annari umferð en Haukar fá Magna í heimsókn nú klukkan 16:00. Upplýsingar um markaskorara og úrslit eru fengnar frá Fótbolta.net. Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
ÍR náði í sín fyrstu stig í Inkasso deild karla í fóbolta í dag þegar liðið sótti sigur á Selfoss. HK og Víkingur Ó. skildu jöfn í Kórnum. Færin voru ekki mörg í fyrri hálfleik á Selfossi en gestunum úr Breiðholti tókst að pota inn marki á loka sekúndum hálfleiksins þegar Björgvin Stefán Pétursson fékk boltann í fæturna eftir darraðadans í teignum og skilaði honum í autt markið. Selfyssingar byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og áttu gott færi strax á fyrstu mínútunum en skot Kenan Turudija fór í varnarmann ÍR. Heimamenn sóttu meira í seinni hálfleiknum, enda þurftu þeir á marki að halda, en ÍR bætti öðru marki við eftir frábæra skyndisókn. Andri Jónasson átti góða fyrirgjöf inn frá hægri og Guðfinnur Þórir Ómarsson skoraði framhjá Stefáni Loga Magnússyni í markinu. Fleiri urðu mörkin ekki og 2-0 sigur Breiðhyltinga staðreynd. Ólsarar, sem unnu einmitt ÍR í fyrstu umferðinni, sóttu HK heim í Kórinn og byrjaði leikurinn þar af krafti með mikilli baráttu án þess að skapa sér afgerandi færi. Heimamenn í HK komust yfir eftir hálftíma leik eftir skyndisókn upp úr horni Víkings. Brynjar Jónasson, bróðir Andra sem lagði upp seinna mark ÍR, setti boltann fyrir þar sem Kári Pétursson skallaði boltann í markið. Það tók gestina þó aðeins átta mínútur að jafna leikinn. Gonzalo Zamorano skoraði þá með því að fylgja eftir vörslu Arnars Freys Ólafssonar frá Kwame Quee. Jafnt var þegar liðiðn gengu til hálfleiks. HK fékk gullið tækifæri til þess að komast aftur yfir í seinni hálfleik þegar víti var dæmt á 67. mínútu. Bjarni Gunnarsson skaut hins vegar í stöngina. Bæði lið börðust af krafti það sem eftir lifði en komu boltanum ekki í netið, 1-1 jafntefli niðurstaðan. ÍR stekkur með sigrinum upp í sjötta sætið með þrjú stig. HK og Víkingur eru bæði komin með fjögur stig. Einn leikur er þó eftir af annari umferð en Haukar fá Magna í heimsókn nú klukkan 16:00. Upplýsingar um markaskorara og úrslit eru fengnar frá Fótbolta.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira