Erlent

Gíslatökumaðurinn felldur af lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Árásarmaðurinn hefur verið skotinn til bana í árás lögreglu á matvöruverslun í bænum Trèbes þar sem maðurinn hélt fólki í gíslingu
Árásarmaðurinn hefur verið skotinn til bana í árás lögreglu á matvöruverslun í bænum Trèbes þar sem maðurinn hélt fólki í gíslingu Vísir/AFP
Þrír eru látnir og tveir særðir eftir tvær árásir í suðurhluta Frakklands í dag. Árásarmaðurinn hefur verið skotinn til bana í árás lögreglu á matvöruverslun í bænum Trèbes þar sem maðurinn hélt fólki í gíslingu. Hann fór fram á að Salah Abdeslam, sem grunaður er um að hafa komið að árásunum í París í nóvember 2015, verði sleppt úr haldi.

Árásarmaðurinn er sagður hafa reynt að keyra á fjóra lögregluþjóna og skotið og sært einn skammt frá matvöruverslun þar sem hann tók svo fólk í gíslingu. Hann hélt minnst átta manns í gíslingu í versluninni áður en lögregluþjónn bauð sig í skiptum fyrir gíslana. Skömmu seinna réðst lögreglan til atlögu og felldi manninn.

Édouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, segir allt benda til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.