Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2018 12:34 Lag ósons í heiðhvolfinu ver líf á jörðinni fyrir hættulegum útfjólubláum geislum sólar. Efni sem eyða ósoninu voru bönnuð á 9. áratugnum eftir að skaðleg áhrif þeirra urðu ljós. Vísir/Getty Vísbendingar eru um að óþekktir aðilar framleiði nú ósoneyðandi efni á laun í trássi við alþjóðlegt bann. Mælingar vísindamanna benda til þess að losun á ákveðinni tegund klórflúorkolefnis hafi aukist um 25% frá árinu 2012. Hópur vísindamanna kynnti niðurstöður sínar í gær. Losun á CFC-11, einni tegund klórflúorkolefna sem eyða ósonlagi jarðar, var bönnuð með Montreal-sáttmálanum sem þjóðir heims samþykktu árið 1987. „Ég hef gert þessar mælingar í meira en þrjátíu ár og þetta er það sem hefur komið mest á óvart af því sem ég hef séð,“ segir Stephen Montzka, vísindamaður við Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna, sem er sleginn yfir niðurstöðunum við Washington Post.Sjá einnig:Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Aðildarríki Montreal-sáttmálans hafa gefið upp að framleiðsla á CFC-11 sé svo gott sem engin. Niðurstöðurnar nú benda því til þess að einhver virði bannið að vettugi. Vísindamennirnir treysta sér hins vegar ekki til að fullyrða um hvert gæti verið að verki. Gögnin bendi aðeins til þess að gasið gæti komið frá austurhluta Asíu.Hægir á bata ósonlagsins CFC-11 var aðallega notað í froðu en það getur lifað í allt að hálfa öld í lofthjúpi jarðar ef það sleppur þangað. Í millitíðinni stuðlar það að eyðingu ósons í heiðhvolfinu. Ósonlagið ver líf á jörðinni fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Það hefur smám saman verið að ná sér í kjölfar Montreal-sáttmálans þó að það muni taka það áratugi að ná aftur fyrri styrk. Vísindamennirnir áætla að aukningin í CFC-11 hafi hægt á bata þess um 22%. „Það er ekki ljóst hvers vegna nokkurt land ætti að vilja byrja að framleiða og losa óvart CFC-11 þegar hagkvæmir kostir hafa lengi verið aðgengilegir,“ segir Robert Watson, fyrrverandi vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA sem rannsakaði eyðingu ósons á 9. áratugnum. Talsmaður umhverfisáætlunar Bandaríkjanna sem hefur umsjón með Montreal-sáttmálanum segir að vísindanefnd sáttmálans verði að staðfesta niðurstöður mælinganna og leggja þær fyrir aðildarríkin. Sé einhver að framleiða CFC-11 í öðrum tilgangi en heimilt er samkvæmt sáttmálanum stangist það á við alþjóðalög. „Ef þessi losun heldur áfram óáreitt getur hún hægt að bata ósonlagsins. Það er þess vegna áríðandi að við metum þessi vísindi, finnum orsök þessarar losunar og grípum til viðeigandi ráðstafana,“ segir talsmaðurinn. Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00 Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Vísbendingar eru um að óþekktir aðilar framleiði nú ósoneyðandi efni á laun í trássi við alþjóðlegt bann. Mælingar vísindamanna benda til þess að losun á ákveðinni tegund klórflúorkolefnis hafi aukist um 25% frá árinu 2012. Hópur vísindamanna kynnti niðurstöður sínar í gær. Losun á CFC-11, einni tegund klórflúorkolefna sem eyða ósonlagi jarðar, var bönnuð með Montreal-sáttmálanum sem þjóðir heims samþykktu árið 1987. „Ég hef gert þessar mælingar í meira en þrjátíu ár og þetta er það sem hefur komið mest á óvart af því sem ég hef séð,“ segir Stephen Montzka, vísindamaður við Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna, sem er sleginn yfir niðurstöðunum við Washington Post.Sjá einnig:Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Aðildarríki Montreal-sáttmálans hafa gefið upp að framleiðsla á CFC-11 sé svo gott sem engin. Niðurstöðurnar nú benda því til þess að einhver virði bannið að vettugi. Vísindamennirnir treysta sér hins vegar ekki til að fullyrða um hvert gæti verið að verki. Gögnin bendi aðeins til þess að gasið gæti komið frá austurhluta Asíu.Hægir á bata ósonlagsins CFC-11 var aðallega notað í froðu en það getur lifað í allt að hálfa öld í lofthjúpi jarðar ef það sleppur þangað. Í millitíðinni stuðlar það að eyðingu ósons í heiðhvolfinu. Ósonlagið ver líf á jörðinni fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Það hefur smám saman verið að ná sér í kjölfar Montreal-sáttmálans þó að það muni taka það áratugi að ná aftur fyrri styrk. Vísindamennirnir áætla að aukningin í CFC-11 hafi hægt á bata þess um 22%. „Það er ekki ljóst hvers vegna nokkurt land ætti að vilja byrja að framleiða og losa óvart CFC-11 þegar hagkvæmir kostir hafa lengi verið aðgengilegir,“ segir Robert Watson, fyrrverandi vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA sem rannsakaði eyðingu ósons á 9. áratugnum. Talsmaður umhverfisáætlunar Bandaríkjanna sem hefur umsjón með Montreal-sáttmálanum segir að vísindanefnd sáttmálans verði að staðfesta niðurstöður mælinganna og leggja þær fyrir aðildarríkin. Sé einhver að framleiða CFC-11 í öðrum tilgangi en heimilt er samkvæmt sáttmálanum stangist það á við alþjóðalög. „Ef þessi losun heldur áfram óáreitt getur hún hægt að bata ósonlagsins. Það er þess vegna áríðandi að við metum þessi vísindi, finnum orsök þessarar losunar og grípum til viðeigandi ráðstafana,“ segir talsmaðurinn.
Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00 Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00
Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila