„Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2018 18:27 Hraunfossar í Borgarfirði þykja afar fallegir og vinsæll vðkomustaður ferðamanna. Vísir/Vilhelm Lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, gagnrýnir ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar sem send var út vegna gjaldtökunnar í dag. Hún segir ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og komist var að orði í ályktuninni. Að auki segir hún rekstraraðila veitingastaðar við Hraunfossa hafa stuðlað að stöðvun gjaldtökunnar. Í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar kom fram að byggðaráð furði sig á því að leigutakar jarðarinnar Hraunáss hafi á nýjan leik hafið „töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem þar er til staðar.“Sjá einnig: Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, furðar sig á þessari fullyrðingu byggðaráðs, þ.e. að eigendur jarðarinnar leggi ekkert til málanna í uppbygingu á svæðinu. „Ég veit ekki á hverju sú fullyrðing byggir. Í fyrsta lagi vilja þeir bara taka bílastæðið af friðlýsta svæðinu, þeim finnst skrýtið að hafa bílastæði inn á friðlýstu svæði,“ segir Eva.Eva B. Helgadóttir, lögmaður leigutakanna.Ekki verið að innheimta vegtolla Gjaldtakan við Hraunfossa var stöðvuð í gær en Eva segist ekki enn hafa fengið haldbær rök fyrir stöðvuninni frá lögreglu. „Ég er að bíða eftir að sjá á hverju sú ákvörðun sýslumanns er byggð. Hann mætir bara og stöðvar hana, segir ekkert af hverju, kemur ekki með neina pappíra og ekki neitt.“ Þá segir Eva ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og kom fram í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar. „Það er rangt að það sé verið að krefjast einhvers umferðargjalds eða vegatolla.“Að ofan má sjá mynd frá eigendum H-fossa, umbjóðenda Evu, sem sýnir þeirra um uppbyggingu á svæðinu. Eva segir þá vilja fjarlægja bílastæðið af hinu friðlýsta svæði sem þeim þykir of nálægt fossunum.Mynd/H-fossar„Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna“ Þá segir Eva að rekstraraðilar veitingastaðar við Hraunfossa, sem hafa sagst vera mótfallin gjaldtökunni, standi líklega að baki stöðvun hennar. „Kjarnaatriðið í þessu er að það er veitingastaður rekinn í jaðri landsins sem byggir alla afkomu sína á því að viðskiptavinir hans fái að leggja ókeypis í landi annars manns,“ segir Eva. „Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna og sjö sinnum á dag í Umhverfisstofnun og sýslumann.“ Spurð að því hvort staðan sem nú hafi skapast sé að mestu leyti upprunin frá rekstraraðilum veitingastaðarins segir Eva að grunur leiki á um það. „Mér sýnist margt benda til þess vegna þess að af hverju er lögreglan allt í einu að mæta og stöðva einhverja gjaldtöku án þess að vita af hverju? Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi.“ Bílar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Leigutakar rukkuðu eitt þúsund krónur á bílinn. 17. maí 2018 14:56 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, gagnrýnir ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar sem send var út vegna gjaldtökunnar í dag. Hún segir ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og komist var að orði í ályktuninni. Að auki segir hún rekstraraðila veitingastaðar við Hraunfossa hafa stuðlað að stöðvun gjaldtökunnar. Í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar kom fram að byggðaráð furði sig á því að leigutakar jarðarinnar Hraunáss hafi á nýjan leik hafið „töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem þar er til staðar.“Sjá einnig: Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, furðar sig á þessari fullyrðingu byggðaráðs, þ.e. að eigendur jarðarinnar leggi ekkert til málanna í uppbygingu á svæðinu. „Ég veit ekki á hverju sú fullyrðing byggir. Í fyrsta lagi vilja þeir bara taka bílastæðið af friðlýsta svæðinu, þeim finnst skrýtið að hafa bílastæði inn á friðlýstu svæði,“ segir Eva.Eva B. Helgadóttir, lögmaður leigutakanna.Ekki verið að innheimta vegtolla Gjaldtakan við Hraunfossa var stöðvuð í gær en Eva segist ekki enn hafa fengið haldbær rök fyrir stöðvuninni frá lögreglu. „Ég er að bíða eftir að sjá á hverju sú ákvörðun sýslumanns er byggð. Hann mætir bara og stöðvar hana, segir ekkert af hverju, kemur ekki með neina pappíra og ekki neitt.“ Þá segir Eva ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og kom fram í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar. „Það er rangt að það sé verið að krefjast einhvers umferðargjalds eða vegatolla.“Að ofan má sjá mynd frá eigendum H-fossa, umbjóðenda Evu, sem sýnir þeirra um uppbyggingu á svæðinu. Eva segir þá vilja fjarlægja bílastæðið af hinu friðlýsta svæði sem þeim þykir of nálægt fossunum.Mynd/H-fossar„Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna“ Þá segir Eva að rekstraraðilar veitingastaðar við Hraunfossa, sem hafa sagst vera mótfallin gjaldtökunni, standi líklega að baki stöðvun hennar. „Kjarnaatriðið í þessu er að það er veitingastaður rekinn í jaðri landsins sem byggir alla afkomu sína á því að viðskiptavinir hans fái að leggja ókeypis í landi annars manns,“ segir Eva. „Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna og sjö sinnum á dag í Umhverfisstofnun og sýslumann.“ Spurð að því hvort staðan sem nú hafi skapast sé að mestu leyti upprunin frá rekstraraðilum veitingastaðarins segir Eva að grunur leiki á um það. „Mér sýnist margt benda til þess vegna þess að af hverju er lögreglan allt í einu að mæta og stöðva einhverja gjaldtöku án þess að vita af hverju? Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi.“
Bílar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Leigutakar rukkuðu eitt þúsund krónur á bílinn. 17. maí 2018 14:56 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Leigutakar rukkuðu eitt þúsund krónur á bílinn. 17. maí 2018 14:56
Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47
Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37