Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2018 13:37 Hér má sjá þar sem verið er að rukka ökumenn fyrir að leggja á bílastæðinu við Hraunfossa í morgun. kristrún snorradóttir Eigendur fyrirtækisins H-fossa ehf., sem tekið hafa á leigu hluta landsins við Hraunsás gegnt Hraunfossum, hófu aftur í morgun gjaldtöku á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að stofnunin sé að afla frekari upplýsinga um gjaldtökuna sem hófst í dag og því væri ekki alveg tímabært að upplýsa um næstu skref. Hitt væri þó ljóst að stofnunin telji gjaldtökuna enn ólöglega og verður leitað allra leiða til að stöðva hana. Lögreglan á Vesturlandi hafði heyrt af málinu þegar Vísir spurðist fyrir um það rétt eftir klukkan 13 í dag og var með það til skoðunar. Ekki var búið að senda neinn á staðinn vegna gjaldtökunnar né neitt slíkt.Fjallað er um gjaldtökuna sem hófst í morgun á vef Skessuhorns. Þar kemur fram að eigendur landsins sem leigt er út til H-fossa ehf. séu þrír þekktir fjárfestar, það er þeir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Landið sem þeir eiga nær yfir um 90 prósent af núverandi bílastæðum en eigendur H-fossa ehf., sem er leigutakinn, eru þeir Guðlaugur Magnússon og Kristján Guðlaugsson. Eftir að lögregla stöðvaði gjaldtöku á bílastæðinu síðastliðið haust ræddi Vísir við lögmann H-fossa ehf., Evu B. Helgadóttur. Hún sagði þá telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæðið og að heimildir Umhverfisstofnunar til að takmarka rétt á gjaldtöku verði ekki reistar á lögum um náttúruvernd en landið er friðlýst. Kristrún Snorradóttir, rekstraraðili veitingastaðar við Hraunfossa, vakti athygli á gjaldtökunni í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í morgun. Þar sagði hún að þau sem væru með veitingastaðinn væru á móti gjaldtökunni. Þá væri hluti bílastæðanna á því landi sem að þau væru með auk landsins sem útsýnisstaðir fyrir fossana eru á.Uppfært klukkan 13:58: Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00 Gjaldtaka við Hraunfossa sett á ís Ekki hefur verið ákveðið hvenær gjaldtaka við Hraunfossa í Hvítársíðu getur hafist. 31. júlí 2017 07:00 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa og Barnafoss Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum. 9. október 2017 16:22 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Eigendur fyrirtækisins H-fossa ehf., sem tekið hafa á leigu hluta landsins við Hraunsás gegnt Hraunfossum, hófu aftur í morgun gjaldtöku á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að stofnunin sé að afla frekari upplýsinga um gjaldtökuna sem hófst í dag og því væri ekki alveg tímabært að upplýsa um næstu skref. Hitt væri þó ljóst að stofnunin telji gjaldtökuna enn ólöglega og verður leitað allra leiða til að stöðva hana. Lögreglan á Vesturlandi hafði heyrt af málinu þegar Vísir spurðist fyrir um það rétt eftir klukkan 13 í dag og var með það til skoðunar. Ekki var búið að senda neinn á staðinn vegna gjaldtökunnar né neitt slíkt.Fjallað er um gjaldtökuna sem hófst í morgun á vef Skessuhorns. Þar kemur fram að eigendur landsins sem leigt er út til H-fossa ehf. séu þrír þekktir fjárfestar, það er þeir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Landið sem þeir eiga nær yfir um 90 prósent af núverandi bílastæðum en eigendur H-fossa ehf., sem er leigutakinn, eru þeir Guðlaugur Magnússon og Kristján Guðlaugsson. Eftir að lögregla stöðvaði gjaldtöku á bílastæðinu síðastliðið haust ræddi Vísir við lögmann H-fossa ehf., Evu B. Helgadóttur. Hún sagði þá telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæðið og að heimildir Umhverfisstofnunar til að takmarka rétt á gjaldtöku verði ekki reistar á lögum um náttúruvernd en landið er friðlýst. Kristrún Snorradóttir, rekstraraðili veitingastaðar við Hraunfossa, vakti athygli á gjaldtökunni í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í morgun. Þar sagði hún að þau sem væru með veitingastaðinn væru á móti gjaldtökunni. Þá væri hluti bílastæðanna á því landi sem að þau væru með auk landsins sem útsýnisstaðir fyrir fossana eru á.Uppfært klukkan 13:58: Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá Umhverfisstofnun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00 Gjaldtaka við Hraunfossa sett á ís Ekki hefur verið ákveðið hvenær gjaldtaka við Hraunfossa í Hvítársíðu getur hafist. 31. júlí 2017 07:00 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa og Barnafoss Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum. 9. október 2017 16:22 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00
Gjaldtaka við Hraunfossa sett á ís Ekki hefur verið ákveðið hvenær gjaldtaka við Hraunfossa í Hvítársíðu getur hafist. 31. júlí 2017 07:00
Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa og Barnafoss Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum. 9. október 2017 16:22