Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2018 09:31 John Kelly, fráfarandi starfsmannastjóri Hvíta hússins. AP/Evan Vucc John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. Þetta segir Kelly í umfangsmiklu viðtali við LA Times. Þar segir hann einnig að Trump virðist ekki skilja takmörk valda sinna né hvernig stjórnvöld Bandaríkjanna virka. Kelly segir Trump reglulega spyrja starfsmenn sína af hverju hann geti ekki gert það sem hann vilji gera, eins og hann vilji gera það.Þá gefur Kelly í skyn að Trump taki eigin ákvarðanir án þess að taka tillit til ráðlegginga sérfræðinga og starfsmanna sinna.Sjá einnig: Tillerson segir Trump hafa reynt að gera ólöglega hlutiSamband Kelly og Trump hefur lengi þótt erfitt en forsetinn réði hann til að reyna að stöðva innri deilur og ólgu innan Hvíta hússins. Kelly er fyrrverandi hershöfðingi og hefur unnið hörðum höndum að því að halda skipulagi á Hvíta húsinu. Hann hefur þó nokkrum sinnum þurft að þræta fyrir fréttir um að hann hafi talað illa um Trump og á minnst einu sinni að hafa kallað Trump fávita í návist annarra. Með orðum sínum í viðtalinu virðist Kelly staðfesta að starfsmenn Trump hafi reynt að hemja verstu hvatir hans, eins og haldið var fram í nafnlausri grein í New York Times á árinu. Sú grein var skrifuð af háttsettum starfsmanni Hvíta hússins.Sjá einnig: Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hansHluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna hefur nú verið lokað í um tíu daga vegna deilna Trump og Demókrataflokksins um fjármögnun byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bygging múrsins er kosningaloforð Trump, sem lofaði því einnig að Mexíkó myndi borga fyrir verkið. Starfsmenn og bandamenn Trump hafa á síðustu dögum haldið því fram opinberlega að Trump vilji ekki byggja múr á landamærunum. „Múrinn“ sé eingöngu táknmynd fyrir aukið öryggi á landamærunum. Kelly segir þetta einnig í viðtalinu. Hann segir þörf á múr á hluta landamæranna, þrátt fyrir að flæði ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna virðist í sögulegu lágmarki. Trump sjálfur hefur þó ítrekað sagt sjálfur að hann hafi ávallt talað um að byggja múr á landamærunum og það ætli hann sér að gera. Nú síðast í gærkvöldi tísti hann um að múr hefði verið reistur í kringum heimili Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það væri einhvern veginn til sönnunar um að Bandaríkin þyrftu einnig múr.Kelly segir ljóst að yfirgnæfandi meirihluti ólöglegra innflytjenda væri ekki slæmt fólk. Þau væru frekar fórnarlömb og hann hefði samúð með þeim. Hann segir þó að að miklu leyti væri hægt að kenna þingmönnum Bandaríkjanna um fjölda ólöglegra innflytjenda. Lög Bandaríkjanna gerðu erfitt að senda þetta fólk aftur til sinna heima. „Ef við lögum ekki lögin, munu þau halda áfram að koma. Þau vita að ef þau komast hingað, geta þau verið hérna,“ segir Kelly. Hann segir þó einnig að hægt væri að laga ástandið til muna með því að draga úr eftirspurn Bandaríkjanna eftir fíkniefnum og með því að bæta efnahagsástandið í Mið-Ameríku. Þegar Kelly var spurður af hverju hann hefði starfað sem starfsmannastjóri Trump í átján mánuði, þrátt fyrir að það hve erfið vinnan væri, að hann væri ósammála forsetanum um svo margt og deilur innan Hvíta hússins, sagði hann einfaldlega bera skyldu til þess. „Hermenn, ganga ekki í burtu.“ Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. Þetta segir Kelly í umfangsmiklu viðtali við LA Times. Þar segir hann einnig að Trump virðist ekki skilja takmörk valda sinna né hvernig stjórnvöld Bandaríkjanna virka. Kelly segir Trump reglulega spyrja starfsmenn sína af hverju hann geti ekki gert það sem hann vilji gera, eins og hann vilji gera það.Þá gefur Kelly í skyn að Trump taki eigin ákvarðanir án þess að taka tillit til ráðlegginga sérfræðinga og starfsmanna sinna.Sjá einnig: Tillerson segir Trump hafa reynt að gera ólöglega hlutiSamband Kelly og Trump hefur lengi þótt erfitt en forsetinn réði hann til að reyna að stöðva innri deilur og ólgu innan Hvíta hússins. Kelly er fyrrverandi hershöfðingi og hefur unnið hörðum höndum að því að halda skipulagi á Hvíta húsinu. Hann hefur þó nokkrum sinnum þurft að þræta fyrir fréttir um að hann hafi talað illa um Trump og á minnst einu sinni að hafa kallað Trump fávita í návist annarra. Með orðum sínum í viðtalinu virðist Kelly staðfesta að starfsmenn Trump hafi reynt að hemja verstu hvatir hans, eins og haldið var fram í nafnlausri grein í New York Times á árinu. Sú grein var skrifuð af háttsettum starfsmanni Hvíta hússins.Sjá einnig: Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hansHluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna hefur nú verið lokað í um tíu daga vegna deilna Trump og Demókrataflokksins um fjármögnun byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bygging múrsins er kosningaloforð Trump, sem lofaði því einnig að Mexíkó myndi borga fyrir verkið. Starfsmenn og bandamenn Trump hafa á síðustu dögum haldið því fram opinberlega að Trump vilji ekki byggja múr á landamærunum. „Múrinn“ sé eingöngu táknmynd fyrir aukið öryggi á landamærunum. Kelly segir þetta einnig í viðtalinu. Hann segir þörf á múr á hluta landamæranna, þrátt fyrir að flæði ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna virðist í sögulegu lágmarki. Trump sjálfur hefur þó ítrekað sagt sjálfur að hann hafi ávallt talað um að byggja múr á landamærunum og það ætli hann sér að gera. Nú síðast í gærkvöldi tísti hann um að múr hefði verið reistur í kringum heimili Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það væri einhvern veginn til sönnunar um að Bandaríkin þyrftu einnig múr.Kelly segir ljóst að yfirgnæfandi meirihluti ólöglegra innflytjenda væri ekki slæmt fólk. Þau væru frekar fórnarlömb og hann hefði samúð með þeim. Hann segir þó að að miklu leyti væri hægt að kenna þingmönnum Bandaríkjanna um fjölda ólöglegra innflytjenda. Lög Bandaríkjanna gerðu erfitt að senda þetta fólk aftur til sinna heima. „Ef við lögum ekki lögin, munu þau halda áfram að koma. Þau vita að ef þau komast hingað, geta þau verið hérna,“ segir Kelly. Hann segir þó einnig að hægt væri að laga ástandið til muna með því að draga úr eftirspurn Bandaríkjanna eftir fíkniefnum og með því að bæta efnahagsástandið í Mið-Ameríku. Þegar Kelly var spurður af hverju hann hefði starfað sem starfsmannastjóri Trump í átján mánuði, þrátt fyrir að það hve erfið vinnan væri, að hann væri ósammála forsetanum um svo margt og deilur innan Hvíta hússins, sagði hann einfaldlega bera skyldu til þess. „Hermenn, ganga ekki í burtu.“
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira