Enski boltinn

Segja uppreisn leikmanna Man United hafa þvingað fram brottrekstur Mourinho

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Forsíða Daily Star.
Forsíða Daily Star. Skjámynd/Daily Star
Það gekk greinilega mikið á í herbúðum Manchester United í aðdraganda þess að knattspyrnustjórinn Jose Mourinho var rekinn frá félaginu á þriðjudaginn. Leikmenn liðsins virðast hafa vera búnir að fá sig fullsadda á ástandinu.

Manchester United tapaði 3-1 á móti Liverpool á sunnudaginn og það var ljóst í augum flestra að leikmenn liðsins voru ekki að spila fyrir knattspyrnustjórann sinn.

Það var hinsvegar ekki vitað hversu alvarlega staðan var orðin á bak við tjöldin á Old Trafford. Starfumhverfi Jose Mourinho virðist hafa verið mjög slæmt á mánudeginum eftir leikinn.







Nýjastu fréttir eru nefnilega að leikmenn Manchester United hafi þvingað fram brottrekstur Portúgalans með því að hóta hreinlega uppreisn.

Það er ljóst á þessu að það bíður Norðmannsins Ole Gunnars Solskjær mikið og krefjandi verk að laga andann innan herbúða Manchester United og græða öll opnu sárin eftir tíma Mourinho. Solskjær heldur sinn fyrsta blaðamannafund nú í morgunsárið og það verður hann örugglega spurður spjörunum úr.

Ensku blöðin Daily Star og The Express slá því bæði upp í morgun að forráðamenn Manchester United hafi staðið frammi fyrir uppreisn leikmanna ef þær losuðu þá ekki undan Jose Mourinho.

Fyrirsögn Daily Star er „MUtiny“ eða „Uppreisn“ með grípandi MU vinkli en fyrirsögnin hjá The Express er „Annaðhvort fer hann eða við“ og með er mynd af Jose Mourinho. Það má sjá þessar sláandi forsíður hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×