Erlent

Vopnað bankarán á Svalbarða

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn lét greipar sópa í útibúi SpareBank 1 Nord-Norge,
Maðurinn lét greipar sópa í útibúi SpareBank 1 Nord-Norge, Google
Vopnað rán var framið í banka í Longyearbyen á Svalbarða í morgun. Norskir fjölmiðlar greina frá því að ræninginn hafi flúið af vettvangi með ótiltekna fjárhæð en verið handtekinn af lögreglu skömmu síðar.

„Vopnað rán var framið í bankanum í miðbæ Longyearbyen klukkan 10:40,“ segir Terje Carlsen, upplýsingafulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Svalbarða í samtali við NTB.

Svalbardposten greinir frá því að um útibú SpareBank 1 Nord-Norge hafi verið að ræða.

Rúmlega tvö þúsund manns búa í Longyearbyen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×