Erlent

Búrúndí fær nýja höfuðborg

Atli Ísleifsson skrifar
Gitega var höfuðborg konungsríkisins Búrúndí á sjöunda áratugunum.
Gitega var höfuðborg konungsríkisins Búrúndí á sjöunda áratugunum. Getty
Áhugamenn um höfuðborgir heimsins munu að öllum líkindum þurfa að uppfæra þekkingu sína nú þegar ríkisstjórn Afríkuríkisins Búrúndí hefur tekið ákvörðun um að skipta. Með þessu er forseti landsins að standa við loforð sem hann gaf fyrir tíu árum síðan.

Smáborgin Gitega verður framvegis höfuðborg landsins, á meðan Bujumbura, sem gegnt hefur hlutverki höfuðborgar, verður áfram helsta fjármálamiðstöð landsins.

„Ríkisstjórnarfundir verða framvegis haldnir í Gitega þar sem fimm ráðuneyti munu taka til starfa í ársbyrjun 2019, “ segir talsmaður Pierre Nkurunziza forseti á Twitter. Þingið á enn eftir að samþykkja breytinguna.

Gitega var höfuðborg konungsríkisins Búrúndí á sjöunda áratugunum.

Forsetinn lýsti því yfir árið 2007 að Gitega skyldi verða höfuðborg landsins og var það rökstutt á þann veg að borginn væri í miðju landsins. Íbúar Gitega eru einungis 30 þúsund talsins, samanborið við 1,2 milljónir íbúa Bujumbura.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×