Erlent

168 dánir í flóðbylgju á Indónesíu eftir eldgos í Krakatá

Birgir Olgeirsson skrifar
Talið er að tala látinna muni fara hækkandi.
Talið er að tala látinna muni fara hækkandi. Vísir/EPA
Í það minnsta 168 eru taldir af og 745 særðir eftir að flóðbylgja skall á strönd Súndasunds í Indónesíu í gær. Yfirvöld telja að hundruð bygging hafi eyðilagst í þessum hamförum sem eru raktar til skriðufalls neðansjávar eftir að gos hófst í Krakatá, sem er lítil eldfjallaeyja í Indónesíu. Súndasund er á milli eyjanna Súmötru og Jövu en sundið tengir Jövuhaf við Indlandshaf.

Eyðileggingarmátturinn var gríðarlegurVísir/EPA
Yfirvöld hafa biðlað til íbúa að vera ekki nærri strandlengjunni af ótta við að önnur flóðbylgja skelli á. Flóðbylgjan skall á um klukkan hálf tíu í gærkvöldi að staðartíma en talið er að tala látinna muni fara hækkandi. Á meðal þeirra svæða sem urðu illa úti eru PandeglangLampung og Serang nefnd. Ferðamannastaðurinn Tanjung Lesung varð einnig fyrir flóðbylgjunni en engar viðvaranir bárust.

Engar viðvaranir bárust vegna flóðbylgjunnar.Vísir/EPA
Fjöldi myndbanda er af hamförunum á samfélagsmiðlum. Þar á meðal má sjá þegar flóðbylgja skellur á stóru tjaldi sem var reist vegna tónleika hljómsveitarinnar Seventeen á Tanjung Lesung. Á myndbandinu sést hvernig hljómsveitarmeðlimirnir skolast í burtu og flóðbylgjan eyðileggur sviðið. 

Söngvari hljómsveitarinnar sagði á samfélagsmiðlum að bassaleikarinn og rótarinn hefðu týnt lífi og þriggja annarra úr hljómsveitinni og eiginkonu hans væri saknað.

Söngvari hljómsveitarinnar sagði á samfélagsmiðlum að bassaleikarinn og rótarinn hefðu týnt lífi og þriggja annarra úr hljómsveitinni og eiginkonu hans væri saknað.

Krakatá, er lítil eldfjallaeyja í Indónesíu.Vísr/EPA
Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður hamfararáðuneytis Indónesíu, birti eftirfarandi myndband af eyðileggingu í Lampung




Fleiri fréttir

Sjá meira


×