Enski boltinn

Pogba: Ég vil þakka José

Dagur Lárusson skrifar
Paul Pogba.
Paul Pogba. vísir/getty
Paul Pogba þakkaði fyrrum stjóra sínum, José Mourinho, í viðtalið eftir 5-1 sigurinn á Cardiff í gærkvöldi.

 

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að Mourinho og Pogba áttu heldur stormasamt samband á meðan Portúgalinn var stjórinn og skildi hann oft á tíðum Pogba eftir á bekknum. Því voru margir á því að Pogba hafi verið feginn þegar Mourinho var látinn fara í vikunni.

 

Pogba sagði þó í viðtali eftir leik að hann hafi notið þess að spila fyrir Mourinho.

 

„Við unnum titla undir stjór Mourinho og ég vil þakka honum fyrir það.“

 

„Hann lét mig bæta mig, bæði sem manneskju og sem leikmann. Við unnum saman jafnvel þó svo að hlutirnir gengu ekki alltaf vel. En það er nú fortíðin og ég vil einfaldega þakka honum fyrir allt.“

 

Fyrsti leikurinn undir stjórn Ole Gunnar Solskjær var síðan í gær er liðið vann Cardiff 5-1 en þetta var í fyrsta sinn sem United skorar fimm mörk síðan í síðasta leik Sir Alex fyrir félagið, vorið 2013.

 

„Við erum mjög ánægðir að fyrsti leikurinn undir stjórn Ole hafið endað svona. Núna er mikilvægt að halda áfram svona.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×