Erlent

Trump stendur ekki við jólakosningaloforð sitt

Andri Eysteinsson skrifar
Donald og Melania Trump við jólatré Hvíta hússins.
Donald og Melania Trump við jólatré Hvíta hússins. EPA/ Michael Reynolds
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gerði það að atriði í kosningabaráttu sinni fyrir kosningarnar 2016 að óskað yrði gleðilegra jóla en ekki gleðilegrar hátíðar, (e. Merry Christmas en ekki Happy Holidays). Nokkrum jólum seinna segir Trump að árangur hafi náðst í þeim efnum. Fyrirtæki Trump eru þó meðal þeirra sem enn óska gleðilegrar hátíðar.

Trump gagnrýndi þá til dæmis kaffihúsakeðjuna Starbucks sem hafði reitt kristna til reiði með því að bjóða eingöngu upp á rauða kaffibolla í stað rauðra kaffibolla með jólaskrauti eins og hafði tíðkast áður. Þetta, ásamt öðru sagði Trump að væri árás á frasann „gleðileg jól“.

Í ræðu sinni í Iowa ríki í október 2015 sagði verðandi forsetinn: „Ef ég verð forseti mun gleðileg jól heyrast í hverri verslun...„Gleðilega hátíð“ má skilja eftir annars staðar“.

Trump hvatti til þess að Starbucks yrði sniðgengið vegna jólabolla fyrirtækisins. Á jóladag í fyrra skrifaði forsetinn færslu á Twitter þar sem hann sagði að fólk væri aftur farið að segja „gleðileg jól“ með stolti. Trump sagðist einnig hafa leitt baráttuna gegn andstæðingum frasans.



Guardian greinir frá því að fyrirtæki í eigu Trump, virðast ekki hafa móttekið skilaboð forsetans. Auglýsingar Trump-verslanna auglýsa hátíðartilboð, á Trump-veitingastöðum er boðið upp á hátíðar-matseðla og opinber twittersíða Trumpturnsins hefur óskað gleðilegrar hátíðar undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×