Trump stendur ekki við jólakosningaloforð sitt Andri Eysteinsson skrifar 23. desember 2018 13:53 Donald og Melania Trump við jólatré Hvíta hússins. EPA/ Michael Reynolds Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gerði það að atriði í kosningabaráttu sinni fyrir kosningarnar 2016 að óskað yrði gleðilegra jóla en ekki gleðilegrar hátíðar, (e. Merry Christmas en ekki Happy Holidays). Nokkrum jólum seinna segir Trump að árangur hafi náðst í þeim efnum. Fyrirtæki Trump eru þó meðal þeirra sem enn óska gleðilegrar hátíðar.Trump gagnrýndi þá til dæmis kaffihúsakeðjuna Starbucks sem hafði reitt kristna til reiði með því að bjóða eingöngu upp á rauða kaffibolla í stað rauðra kaffibolla með jólaskrauti eins og hafði tíðkast áður. Þetta, ásamt öðru sagði Trump að væri árás á frasann „gleðileg jól“.Í ræðu sinni í Iowa ríki í október 2015 sagði verðandi forsetinn: „Ef ég verð forseti mun gleðileg jól heyrast í hverri verslun...„Gleðilega hátíð“ má skilja eftir annars staðar“.Trump hvatti til þess að Starbucks yrði sniðgengið vegna jólabolla fyrirtækisins. Á jóladag í fyrra skrifaði forsetinn færslu á Twitter þar sem hann sagði að fólk væri aftur farið að segja „gleðileg jól“ með stolti. Trump sagðist einnig hafa leitt baráttuna gegn andstæðingum frasans.People are proud to be saying Merry Christmas again. I am proud to have led the charge against the assault of our cherished and beautiful phrase. MERRY CHRISTMAS!!!!! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 25, 2017 Guardian greinir frá því að fyrirtæki í eigu Trump, virðast ekki hafa móttekið skilaboð forsetans. Auglýsingar Trump-verslanna auglýsa hátíðartilboð, á Trump-veitingastöðum er boðið upp á hátíðar-matseðla og opinber twittersíða Trumpturnsins hefur óskað gleðilegrar hátíðar undanfarin ár.Going up! Trump Tower New York is officially decorated for the holiday season pic.twitter.com/jgklMuN1U0 — Trump Tower New York (@TrumpTower) December 5, 2018 Bandaríkin Donald Trump Jól Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gerði það að atriði í kosningabaráttu sinni fyrir kosningarnar 2016 að óskað yrði gleðilegra jóla en ekki gleðilegrar hátíðar, (e. Merry Christmas en ekki Happy Holidays). Nokkrum jólum seinna segir Trump að árangur hafi náðst í þeim efnum. Fyrirtæki Trump eru þó meðal þeirra sem enn óska gleðilegrar hátíðar.Trump gagnrýndi þá til dæmis kaffihúsakeðjuna Starbucks sem hafði reitt kristna til reiði með því að bjóða eingöngu upp á rauða kaffibolla í stað rauðra kaffibolla með jólaskrauti eins og hafði tíðkast áður. Þetta, ásamt öðru sagði Trump að væri árás á frasann „gleðileg jól“.Í ræðu sinni í Iowa ríki í október 2015 sagði verðandi forsetinn: „Ef ég verð forseti mun gleðileg jól heyrast í hverri verslun...„Gleðilega hátíð“ má skilja eftir annars staðar“.Trump hvatti til þess að Starbucks yrði sniðgengið vegna jólabolla fyrirtækisins. Á jóladag í fyrra skrifaði forsetinn færslu á Twitter þar sem hann sagði að fólk væri aftur farið að segja „gleðileg jól“ með stolti. Trump sagðist einnig hafa leitt baráttuna gegn andstæðingum frasans.People are proud to be saying Merry Christmas again. I am proud to have led the charge against the assault of our cherished and beautiful phrase. MERRY CHRISTMAS!!!!! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 25, 2017 Guardian greinir frá því að fyrirtæki í eigu Trump, virðast ekki hafa móttekið skilaboð forsetans. Auglýsingar Trump-verslanna auglýsa hátíðartilboð, á Trump-veitingastöðum er boðið upp á hátíðar-matseðla og opinber twittersíða Trumpturnsins hefur óskað gleðilegrar hátíðar undanfarin ár.Going up! Trump Tower New York is officially decorated for the holiday season pic.twitter.com/jgklMuN1U0 — Trump Tower New York (@TrumpTower) December 5, 2018
Bandaríkin Donald Trump Jól Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Sjá meira