Erlent

Ástralar svipta ISIS-liða ríkisfangi

Samúel Karl Ólason skrifar
Peter Dutton, innanríkisráðherra Ástralíu.
Peter Dutton, innanríkisráðherra Ástralíu. EPA/EFE
Yfirvöld Ástralíu hafa ákveðið að svipta mann sem talinn er hafa verið hátt settur innan Íslamska ríkisins ríkisfangi. Neil Prakash fæddist í Melbourne en Peter Dutton, innanríkisráðherra Ástralíu, sagði nú í morgun að Prakash væri mjög hættulegur og hann myndi meiða eða myrða íbúa landsins ef hann fengi tækifæri á því.

Prakash er í haldi Tyrkja og var hann handsamaður árið 2016 þegar hann reyndi að flýja yfirráðasvæði ISIS. Hann er einnig eftirlýstur í Ástralíu vegna hryðjuverkastarfsemi og áætlunar til að afhöfða lögregluþjón. Hann er tólfti aðilinn sem missir ástralskt ríkisfang sitt samkvæmt lögum þar í landi.



Prakash birtist reglulega í tímaritum og myndböndum ISIS og er talinn hafa komið að nokkrum hryðjuverkaárásum þar í landi. Þá er hann sagður hafa unnið að því að fá Ástrala til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin.

ABC News í Ástralíu segja yfirvöld landsins lengi hafa reynt að fá Prakash framseldan til Ástralíu en án árangurs. Tyrkir vilja hins vegar að hann verði dæmdur þar í landi og verði látinn sitja dóm sinn áður en hann verði framseldur.


Tengdar fréttir

Mennirnir sem enginn vill fá heim

Yfirvöld vestrænna ríkja vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að vígamenn laumi sér aftur heim og þá er heldur ekki vilji til að sækja þá vígamenn sem hafa verið handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×